sunnudagur, júní 09, 2019

Fjármálaáætlunin og útþynntu stjórnarskrárbreytingarnar

Það er orðið vandræðalegt hve oft ég er sammála Pírötum. Tildæmis um að fjármálaráðherra sé drasl. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er vægast sagt glötuð.
Öryrkjar fá átta milljörðum minna en í fyrri áætlun og framlög til sjúkrahúsþjónustu verða tæpum fimm milljörðum minni.

Til framhaldsskóla fer rúmlega 1,7 milljörðum minna en fyrirhugað var og til umhverfismála tæplega 1,4 milljörðum minna.
Fyrri fjármálaáætlun var svosem engin himnasending, en það er ískalt að sjá á hverjum það á að bitna að fyrri útreikningar gerðu ekki ráð fyrir samdrætti sem þó var fyrirsjáanlegur.

Já og svo er ég sammála Illuga Jökuls um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar og lýsi yfir frati á þær, enda væri nær að taka í notkun stjórnarskrána sem stjórnlagaráð samdi hér um árið.

Þetta er drasl ríkisstjórn.

Efnisorð: , , , , ,