föstudagur, maí 10, 2019

Stórar áhyggjur og litli kisi

Heimurinn er á heljarþröm. Milljón dýra- og plöntutegundir eru í útrýmingarhættu, illa horfir fyrir framtíð mannkyns. Sagt er að börn í dag séu svo óttalsegin vegna þessa við þetta ástand að það minni á hvernig fyrri kynslóðum leið þegar kjarnorkustríð vofði sífelldlega yfir. Við sem höfðum áhyggjur af kjarnorkustríði urðum þó ekki ónæm fyrir ógnunum þeim sem blasa við núna. Öðru nær.

Þessvegna eru nú allar góðar fréttir kærkomnar. Og besta frétt dagsins var þegar fólk mér algerlega ókunnugt endurheimti köttinn sinn eftir rúmlega mánaðar aðskilnað og mikla leit. Sannkallað gleðiefni.



Efnisorð: , ,