þriðjudagur, mars 12, 2019

Sigríði Andersen leyfist allt, löggunni líka

Eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll yfir Landsréttardómararáðningum Sigríðar Andersen ætti að vera augljóst að hún yrði að segja af sér. Eða að hún yrði rekin úr ríkisstjórn, eða að ríkisstjórnin segði af sér til að losa dómsmálaráðuneytið við hana.

Eftir árásir lögreglumanna á hælisleitendur og flóttamenn á mótmælafundi í gær, ætti að fara fram rannsókn á því hver tók þessa ákvörðun og hversu hátt upp valdastigann var leitað samþykkis fyrir því að lögreglan gekk samtaka að því verki að ráðast á friðsama mótmælendur.

Illugi Jökulsson skrifar hvassan pistil vegna árásar lögreglumannanna sem hann segir réttilega að hafi verið „sjokkerandi, fyrirlitleg og hættuleg“.

Og hann spyr, og ég tek undir:

„Hvað var það aftur sem Vinstri græn þóttust hafa upp úr krafsinu með því að valda Sigríði Andersen svo tryggilega í embætti dómsmálaráðherra?“

Efnisorð: , , , , ,