Klaustursvínin mætt í vinnuna til þess eins að vera til ama
Mögnuð forsíðumynd Fréttablaðsins á þriðjudag var mjög upplýsandi um stöðu þolenda í Klausturmálinu. Í myndatexta segir:

Til að bæta gráu ofan á svart mættu Gunnar Bragi og Bergþór öllum að óvörum í þingsal gær en gefið hafði verið í skyn að þau Klaustursvín myndu mæta til vinnu í næsta mánuði. Lilja snaraði sér úr sæti sínu og gekk til Gunnars Braga og las yfir honum og gekk síðan á dyr. Hún er greinilega algjör nagli en það er skiljanlegt að hún hafi ekki þolað að sjá á þeim smettið eftir allt sem á undan er gengið. Henni, Ingu Sæland, og öðrum þingmönnum yfirleitt er vorkunn að vera með aðra eins vinnufélaga.
Í skriflegu samtali sem ég átti í morgun þar sem þetta mál bar á góma skrifaði ég þetta:
Hafi lesendur þessa bloggs ennþá áhuga á að vita hver skrifar bloggið hlýtur Illugi nú að koma sterklega til greina. Mér fannst meira segja sjálfri í smástund að ég væri kannski Illugi.
En svo fletti ég á næstu síðu. Er þá ekki pistill þar eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur – og hún að skrifa um nektarmyndirnar í Seðlabankanum mikið til út frá sama útgangspunkti og ég í síðasta bloggpistli.
Nú er sjálfsmynd blogghöfundar farin að flökta verulega. Hún er þó ekkert í líkingu við brenglaða sjálfsmynd Klaustursvínanna sem virðast allsekki fær um að horfa í spegil og sjá það sem blasir við okkur öllum:
Þau eru fyrirlitleg.
„Alþingi kom saman á ný eftir jólafrí [á mánudag]. Hér má sjá hversu lítið Alþingi er í raun og nálægðin mikil líkt og úti í þjóðfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn Klausturmanna, situr skammt frá fyrrverandi samstarfskonu sinni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem svívirt var á upptökunum.“Lilja þarf ekki annað en líta upp og þá blasir Sigmundur við henni. Alla þingfundardaga þarf hún að hafa hann fyrir augunum.

Til að bæta gráu ofan á svart mættu Gunnar Bragi og Bergþór öllum að óvörum í þingsal gær en gefið hafði verið í skyn að þau Klaustursvín myndu mæta til vinnu í næsta mánuði. Lilja snaraði sér úr sæti sínu og gekk til Gunnars Braga og las yfir honum og gekk síðan á dyr. Hún er greinilega algjör nagli en það er skiljanlegt að hún hafi ekki þolað að sjá á þeim smettið eftir allt sem á undan er gengið. Henni, Ingu Sæland, og öðrum þingmönnum yfirleitt er vorkunn að vera með aðra eins vinnufélaga.
Í skriflegu samtali sem ég átti í morgun þar sem þetta mál bar á góma skrifaði ég þetta:
„Mig skortir orð til að lýsa fyrirlitningu minni á þessum mönnum.Síðar í dag gafst mér tækifæri til að hefja lestur Stundarinnar, en blaðið var borið í hús til áskrifenda í dag. Sá ég þá að Illugi Jökulsson skrifaði um þessa sömu þingmenn — og notaði meirasegja um þá sömu orð og ég.
(Innifalið í ‘menn’ er konan í velferðarnefndinni [Anna Kolbrún Árnadóttir] sem uppnefndi Freyju Haralds.“)
Hafi lesendur þessa bloggs ennþá áhuga á að vita hver skrifar bloggið hlýtur Illugi nú að koma sterklega til greina. Mér fannst meira segja sjálfri í smástund að ég væri kannski Illugi.
En svo fletti ég á næstu síðu. Er þá ekki pistill þar eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur – og hún að skrifa um nektarmyndirnar í Seðlabankanum mikið til út frá sama útgangspunkti og ég í síðasta bloggpistli.
Nú er sjálfsmynd blogghöfundar farin að flökta verulega. Hún er þó ekkert í líkingu við brenglaða sjálfsmynd Klaustursvínanna sem virðast allsekki fær um að horfa í spegil og sjá það sem blasir við okkur öllum:
Þau eru fyrirlitleg.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Klausturgate, menning, pólitík
<< Home