fimmtudagur, desember 27, 2018

Færri flugeldum vonandi skotið á loft og aðeins á afmörkuðum stöðum

Það er ný og spennandi tilhugsun að eiga eftir að standa í röð við sölustað Landsbjargar fyrir áramótin. Nú mega nefnilega flugeldahatarar styrkja starf björgunarsveita með því að borga fyrir tré sem verður plantað fyrir austan fjall gegn 3.990 króna gjaldi. Fyrir biðraðafælna er hægt að styrkja Landsbjörguum eins mikið og vill á netinu. Líklega eru heldur engin takmörk fyrir hvað má borga fyrir stóran skóg — spurning um að borga andvirði fjölskyldupakka eða jafnvel skotköku?

Svo stendur til að fá fólk til að safnast saman á fyrirfram skilgreindum skotsvæðum. Sérstakir skotpallar verða á Klambratúni og Skólavörðuholti um þessi áramót, næstu áramót verða væntanlega fleiri afmörkuð svæði í öðrum hverfum og þá minnkar vonandi ruslið eftir skotkökurnar um allar götur.

Allt horfir þetta til betri vegar.

Efnisorð: ,