föstudagur, desember 07, 2018

Bára, einnig þekkt sem Marvin, með kjark á við heila plánetu

Að kvöldi dagsins þar sem Marvin* steig fram í dagsljósið og kynnti sig sem Báru Halldórsdóttur er fátt hægt að segja sem ekki hálf þjóðin hefur sagt áður, þar á meðal 'frábært' og 'takk', og taka undir að velja eigi hana sem mann ársins. Svo er þetta líka viðeigandi:
„En hvaða flugu­maður rík­is­stjórn­ar­innar var það sem kom hler­un­ar­bún­aði fyrir þarna inni til þess að koma höggi á þessa bljúgu sam­fé­lags­þjóna? Úr hvaða mein­fýsna fylgsni kom þessi sið­lausa fyr­ir­sát og árás á einka­líf þessa fólks? Það var ekki njósn­ari eða ill­kvitt­inn blaða­maður eða útsend­ari erlendra kröfu­hafa. Nei, þetta var Bára Hall­dórsdóttir, 42 ára gömul fötl­uð, hinsegin kona með gamlan, brot­inn Sam­sung Galaxy A5 síma. Kona sem sat undir því að hlusta á valda­mestu stétt þjóð­ar­innar tala á þennan hátt um fólk eins og hana á opin­berum vett­vangi. Það er stóra sam­sær­ið. Stóra plottið gegn Sig­mundi.“

(Hrafn Jónsson, „Þrjár klukkustundir af sannleik“, Kjarninn)

___
* Á bloggheimilinu var horft á Hitchhikers Guide to the Galaxy í tilefni dagsins.

Efnisorð: