fimmtudagur, nóvember 01, 2018

Ógnin, tvöfalda ógnin

Það er verulega sérkennilegt hve stjórn Sjómannafélag Íslands leyfir sér að ganga langt til að koma í veg fyrir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, verði formaður félagsins. Eitt er nú að breyta reglunum svo að hún sé ekki kjörgeng (hún hafi ekki verið í félaginu nægilega lengi) annað og öllu alvarlegra er að reka hana úr félaginu!

Mér þykir augljóst að kallarnir í stjórninni hafi ekki viljað fá konu sem formann Sjómannafélagsins. Þeir hafi viljað vernda sína kallavinnustétt. Engar kéllingar hér. En svo virðist vera sem það hafi ekki verið (eina) ástæðan. Heldur hafi kallarnir verið hræddir við að hún væri partur af samsæri sósíalista, sem nú þegar hafa tekið völdin í öðrum stéttarfélögum, og því hafi þurft að beita öllum brögðum til að losna við þessa ógn.

Kona sem er þar að auki sósíalisti: það er tvöföld ógn.

Það er von að þeir skjálfi á beinunum, litlu hræddu karlarnir.

Efnisorð: , , ,