fimmtudagur, september 27, 2018

Fimm menn sýknaðir 38 árum eftir sektardóm

Sýknudómur Hæstaréttar í dag yfir fimmmenningum er mikið fagnaðarefni. Sævar Marinó Cieselski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason hafa loksins verið sýknaður af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974.

Loksins, loksins.

Samúð mín er þó með Erlu Bolladóttur, sem ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu situr enn eftir með óbreyttan dóm enda var hún eini sakborningurinn sem fékk mál sitt ekki endurupptekið.

Vinsamlega sýkna Erlu líka, takk.




Efnisorð: ,