föstudagur, september 21, 2018

Borgum okkur frá þessari vitleysu

Vonandi verður almenningur allur gjafmildur nú þegar safnað er fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Því meira fé sem safnast því minna samviskubit þarf fólk að hafa um áramót þegar það sleppir því að kaupa flugelda af Landsbjörgu eða einstaka björgunarsveitum.

Samkvæmt nýrri rannsókn vill meirihluti Íslendinga setja strangari reglur um notkun flugelda, og fjórðungur þeirra vill banna almenna notkun með öllu. Það er heldur ekki vanþörf á, eins og kom fram fyrir síðustu áramót þegar Sævar Helgi Bragason lagði til að banna flugelda — og gerði fjölmarga tryllta. En nú sýnir þessi rannsókn að margir eru á sama máli og Sævar og enn fleiri vilja setja einhverjar hömlur á flugeldabrjálæðið og mengunina sem því fylgir.

Það er því full ástæða til að draga upp veskið og borga heldur björgunarsveitunum beint, og í kvöld er ágætt tækifæri til þess.



Efnisorð: