miðvikudagur, ágúst 22, 2018

Fársjúkir sjúklingar og fæðingarhjálp við undirleik byggingaframkvæmda

Já getur það verið að það sé óþægilegt fyrir starfsfólk og sjúklinga á Landspítalanum að hlusta á byggingaframkvæmdir allan liðlangan daginn? Það hefði mátt forða því ástandi með því að byggja splúnkunýjan spítala í heilu lagi annarstaðar.

Í fréttum RÚV og síðan Vísis má hlusta á hávaðann sem berst inn til sjúklinganna. Þar segir einnig í frétt RÚV:
„Starfsfólk spítalans, sem fréttastofa hefur rætt við, kvíðir hávaða og öðru raski sem kemur til með að fylgja framkvæmdunum. Ljósmæður á kvennadeild spítalans segja miklar truflanir hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels undanfarin ár. Hávaði vegna framkvæmdanna hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fósturs við fæðingu.“
Og ballið er rétt að byrja.

Efnisorð: ,