fimmtudagur, júlí 19, 2018

Pia

Ég er sammála öllum um Piu Kjærs­gaard. Öllum þeim sem gagnrýna hana, öllum þeim sem sniðgengu hátíðahöldin vegna hennar, öllum þeim sem mótmæltu henni með einhverjum hætti — og ég er líka sammála þeim sem buðu henni. Mér finnst reyndar að danski sendiherrann hefði allteins getað verið fulltrúi danskra stjórnvalda, en ef það þótti svona nauðsynlegt að forseti danska þingsins væri viðstaddur þá skiptir það íslenska þingið varla máli fyrir hvaða skoðanir hún stendur. En aftur: það er fullkomlega eðlilegt að hafa óbeit á þessum skoðunum hennar og finnast það óeðlilegt að hún af öllum héldi ræðu við þetta tilefni.

Og það er auðvitað ömurlegt að Pia Kjærs­gaard hafi náð að skemma þennan atburð, og í ljósi þess var verulega vanhugsað að bjóða henni. Eða með orðum Fanneyjar Birnu Jónsdóttur:
„Til að geta notið þessa ótví­ræða merk­is- og hátíð­ar­dags í sögu lands­ins skiptir máli að varpa ekki stórum skuggum á hátíð­ar­höld­in. Nær­vera Piu Kjærs­gaard gerði gott betur en það; hún varp­aði myrkri á þau öll, skrum­skældi og eyði­lagði allan þann jákvæða boð­skap sem hefði verið hægt að draga fram á 100 ára afmæl­inu. Og eins ömur­legt og það er þá er ekki við neinn annan að sakast en afmæl­is­barnið sjálft, gest­gjafann sem bauð í afmæl­ið.“
Enda þótt Pia sé „frum­kvöð­ull og einn helsti hug­mynda­fræð­ingur meg­in­straumsút­lend­inga­andúðar á Vest­ur­löndum og ein þeirra sem náð hefur hvað bestum árangri í sinni hug­sjóna­bar­áttu á síð­ustu ára­tug­um“ þá finnst mér rétt að minna á að Sigríður Á Andersen framfylgir þeirri hugmyndafræði dyggilega hér á landi. Það mætti mótmæla Sigríði Á Andersen allan daginn alla daga fyrir mér.


___
[Viðbót] Baggalútur með sína ágætu útgáfu af þessu öllusaman.
[Viðbót] „Elísabet Ronaldsdóttir, einn farsælasti kvikmyndagerðamaður landsins, hefur ákveðið að skila fálkaorðunni sem hún var sæmd í janúar fyrir tveimur árum til að mótmæla því að Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, hafi nýlega verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum.“ [RÚV] Vel gert!
[Viðbót] Ágætur pistill Guðmundar Steingrímssonar um Piu og lýðræðið.


Efnisorð: , , ,