sunnudagur, júlí 01, 2018

Ríkisstjórninni er sama þótt fimmtungur ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild hætti störfum

Mikið hljóta Svandís og Bjarni Ben að vera ánægð með að losna við allar þessar ljósmæður af launaskrá. Þá er nú betra að hafa hækkað aðeins launin við hann Hörð okkar í Landsvirkjun, kallgreyið sem var bara með rúmar tvær millur á mánuði. Núna getur hann þó aðeins rétt úr kútnum.

Það má ekki gleyma því að ríkisforstjórar, og auðvitað forstjórar almennt, eru alveg sérstaklega mikilvægir fyrir samfélagið, og launin verða að endurspegla það. Áfram forstjórar!

Efnisorð: , , ,