laugardagur, maí 26, 2018

Kosningaúrslit og kjördagur

Írland
Stórkostleg kosningaúrslit á Írlandi! Feminisminn lengi lifi!


Sveitarstjórnarkosningar
Aldrei hefur áhugi minn á kosningum verið minni. Alveg frá því ríkisstjórnin var mynduð hef ég fylgst ákaflega lítið með stjórnmálum og það breyttist ekkert í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Ég las engin viðtöl, kynnti mér ekki framboðin nema að afar takmörkuðu leyti (til að sjá hvort ég þekkti fólk í framboði) og fann enga þörf hjá mér til að fylgjast með kosningaþáttum í sjónvarpi.

Vikum saman var ég á þeirri skoðun að kjósa ekki. En svo eftir því sem nær dró kjördegi fóru að rifjast upp fyrir mér gamlar ræður sem ég hef sjálf haldið um fólk í lýðræðisþjóðfélagi sem nýtir ekki kosningarétt sinn. Sérstaklega hefur farið í taugarnar á mér þegar fólk kvartar yfir einhverju sem er á ábyrgð borgarinnar eða ríkisins en hefur þó ekki lagt sitt lóð/atkvæði á vogarskálarnar til að haga málum eftir eigin höfði.

Svo að ég tölti á kjörstað. Minna glöð en nokkru sinni áður við þær aðstæður. Merkti við framboð sem ég hef aldrei kosið áður. Veit fátt um stefnumálin, á kannski eftir að sjá ferlega eftir að hafa veitt því atkvæði mitt. En það fer svosem að komast upp í vana.







Efnisorð: , , ,