mánudagur, apríl 23, 2018

Fjölskyldutengsl stöðva ekki karla

#Metoo sögur kvenna sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi eða af hálfu ættingja voru birtar í dag.

Allar 52 reynslusögurnar má lesa hér. Viðvörun: þetta er einstaklega erfið lesning.

Það ætti að vera hætt að koma mér á óvart hvað karlmenn geta verið viðbjóðslegir. En mikið djöfull sem karlmenn geta verið viðbjóðslegir.



___
[Viðbót] Magnús Guðmundsson skrifaði mjög góðan leiðara um þetta og segir meðal annars:
„Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur.“

Efnisorð: , , ,