laugardagur, apríl 14, 2018

Engar áhyggjur, við erum bara að safna persónulegum gögnum um þig

Æsingurinn yfir misnotkun á persónulegum gögnum facebook-notenda er svosem skiljanlegur. Ýmsar leiðbeiningar gefnar út fyrir fólk svo að ekki sé hægt að safna gögnum þess, og sumum finnst öruggast að hætta bara allri notkun samfélagsmiðla og snjallsíma. Eða íhuga það.

En á sama tíma er í gangi rannsókn á áfallasögu íslenskra kvenna, þar sem skilyrði fyrir þátttöku er að Íslenskri erfðagreiningu sé að auki gefinn aðgangur að lífsýnum. Semsagt bæði sögur um erfiðar persónulegar upplifanir og lífsýni látin í té til sömu aðila.

Engar áhyggjur um að neitt af þessu verði misnotað eða lendi í röngum höndum, aldrei?