mánudagur, apríl 02, 2018

Mannasiðir

[Ath: Hér á eftir verður kjaftað frá hvernig myndin endar]

Ákvað að segja ekkert eftir fyrri hluta Mannasiða sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær (svo er líka góð regla að birta ekkert sem máli skiptir 1. apríl). Nú er búið að sýna seinni hlutann og ég get andað léttar.

Mér leist satt að segja ekkert á þegar ég sá Mannasiði á dagskrá — hélt að ætti að fara að sýna eitthvað bjakk eftir Egil Gillz Einarsson. En dagskrárlýsingin upplýsti að myndin væri eftir Maríu Reyndal en þessi lýsing vakti mér einnig ugg í brjósti:
Íslensk mynd í tveimur hlutum um menntaskólanema sem er ákærður fyrir að nauðga skólasystur sinni. Hann neitar sök en á sér ekki viðreisnar von innan veggja skólans þar sem stúlkan á sterkt stuðningsnet. En þegar stúlkan mætir í viðtal á sjónvarpsstöðinni þar sem mamma hans vinnur tekur sagan óvænta stefnu.
Ok, ég skal ekkert segja of mikið, en ég er augljóslega ekki jafn súr og þegar ég hélt að þarna ætti að færa nauðgaraverjendum vopn í hendur.

Má líka til með að hrósa öllum leikurunum, þetta var virkilega vel gert.

Best er auðvitað að svo gæti farið að aðdáendur Gillz horfi óvart á myndina fyrir misskilning. Því hefðu þeir gott af.







Efnisorð: , , ,