laugardagur, júní 02, 2018

Sérstaka aðgát skal hafa þegar götur eru lokaðar bílaumferð

Bíll sem síðdegis í dag kom akandi eftir Pósthússtrætinu frá Hafnarstræti keyrði næstum á mig þegar hann ætlaði inn Austurstræti í átt að Lækjargötu.

Fyrr í vikunni sá ég bíl bruna upp Laugaveginn frá Klapparstíg. Hann komst ekki lengra en að götulokuninni við Vatnsstíg og sneri þá við með nokkrum erfiðismunum og brunaði jafn greitt til baka. Þetta var síðdegis, þetta var fólksbíll en ekki sendibíll að fara með vörur.

Reyndar er það þannig að það er undantekning frekar en regla þegar ég geng um miðbæinn að bílar aki um svokallaðar lokaðar götur, yfirleitt gegn því sem áður var akstursstefna, tildæmis upp Laugaveg. Mér bregður alltaf jafn mikið og það er langt síðan ég þorði að ganga á miðri götu (sem ég held að hafi átt að vera hugmyndin með því að loka fyrir bílaumferð) en held mig á gangstétt og lít mjög vandlega til beggja átta áður en ég fer yfir Laugaveginn; og hér eftir þegar ég geng Austurstrætið.

Skil ekki afhverju ekki er kirfilega gengið svo frá að enginn bíll komist inná göturnar. Það hljóta að vera til rafmagnshlið (eins og oft er á bílastæðum) sem sjúkrabílar, slökkvilið og löggan gætu opnað ef með þarf. Þetta er alveg glatað svona.

Lýkur hér með geðillskutauti.

Efnisorð: