föstudagur, júní 15, 2018

Persónunjósnir, tékk

Það er orðið ansi þreytandi að hvert sem maður fer á netinu skuli alltaf vera tilkynning um að „hér er fylgst með ferðum þínum, gjörsvovel og kvitta uppá að þú samþykkir það“. Aldrei gefinn kostur á að afþakka, auðvitað, heldur bara gangast undir okið.

Eftir alla gagnrýnina sem gagnasöfnun internetrisa hefur fengið, og ókiljanlega og ógnarlanga skilmála, þá er þetta lausnin: að ausa þessu yfir mann við hvert skref, sem svo verður óhjákvæmilega til þess að maður kvittar umhugsunarlaust og les enn síður skilmálana. Þeir gætu hæglega innihaldið tilkynningu um að Cambridge Analytica hafi nú fullan aðgang að öllum persónu-upplýsingum allra sem maður þekkir og muni misnota það að vild. Eða kannski er einhverstaðar í skilmálasúpunni að með undirskriftinni sé maður að heita því að hengja sig á Lækjartorgi á tilteknum degi.

Auður Haralds var með einhvern gjörning í þá áttina, og skrifaði um það grein (að mig minnir en finn ekki um það heimildir). Hún fékk semsé fólk á förnum vegi til að skrifa undir eitthvert deilumál og í smáa letrinu, sem auðvitað enginn las, var kveðið á um opinber aftöku, sjálfsmorð á Lækjartorgi eða eitthvað álíka. Beitt ádeila og góð áminning, en ekki nóg til að stoppa mig í að játa öllu og skrifa uppá hvaðeina sem er að mér rétt.

Sem minnir mig á. Meira segja á mínu eigin bloggi hangir (a.m.k. fyrir mínum augum) tilkynning um að mér beri að láta lesendur mína vita að með þeim sé fylgst. Nú ætla ég að birta tilkynninguna á tveimur tungumálum og sjá til hvort hún hætti í kjölfarið að birtast mér og/eða ykkur.

Hvort heldur er þá bið ég lesendur afsökunar á leiðindunum. Nóg er nú samt.


Lög Evrópusambandsins krefjast þess að þú veitir gestum frá Evrópusambandinu upplýsingar um notkun fótspora og gagnasöfnun á blogginu þínu. Í mörgum tilvikum krefjast þessi lög þess einnig að þú aflir samþykkis.

Til hægðarauka höfum við sett tilkynningu á bloggið þitt til að útskýra notkun Google á tilteknum fótsporum Blogger og Google, þar á meðal notkun á fótsporum frá Google Analytics og AdSense, auk annarra gagna sem Google safnar.

Þú berð ábyrgð á að staðfesta að þessi tilkynning eigi við um þitt blogg og að hún birtist. Ef þú notast við önnur fótspor, til dæmis með því að bæta við eiginleikum þriðju aðila, er ekki víst að þessi tilkynning eigi við um þitt blogg. Ef þú notast við eiginleika frá öðrum aðilum gæti fleiri upplýsingum verið safnað frá notendum þínum.

Og á ensku:
Cookies notification in European Union countries
European Union (EU) laws require you to give EU visitors information about cookies used on your blog. In many cases, these laws also require you to obtain consent.

As a courtesy, we have added a notice on your blog to help meet these regulations. The notice lets visitors know about Google's use of certain Blogger and Google cookies on your blog, including Google Analytics and AdSense cookies. Learn about Google’s privacy practices and how Google uses data on partner sites.



Efnisorð: