laugardagur, júlí 07, 2018

NÚNA! ÚTI! ÉG SVERÐA!

Í annað sinn í dag skín sól. Nú kvöldsól en í dag var svona milliskýjasól í smá stund. Ég var þá svo heppin að standa við glugga og sá þessvegna þennan merkisviðburð. Þetta stóð yfir í alveg þónokkrar mínútur.

Nú varð mér litið út og sá að aftur er sól — og hún skín meirasegja glatt! en ég veit ekki hvenær hún byrjaði að skína. Fyrir fimm mínútum, hálftíma?

Ægilegt að loftvarnaflautur Almannavarna hafi verið teknar niður, þær hefði átt að virkja í svona tilvikum og flauta hressilega svo allir geti hlaupið útí glugga.

Það er þungbær tilhugsun að missa af svona viðburði.