þriðjudagur, júlí 03, 2018

Sagan af norska gámaskipakettinum

Það er afar mikilvægt að öll dýr sem flytjast hingað frá útlöndum séu bólusett í bak og fyrir og séu í einangrun eins lengi og þurfa þykir. Það yrði skaðræðislegt að fá hingað sjúkdóma sem innlend dýr — sem sum hver eiga sér rætur aftur í landnám eða jafnvel enn lengra aftur í tímann — hafa engar varnir gegn.

Að því sögðu þá gleður það mig óskaplega mikið að norska kisan sem óvart tók sér far með búslóðagám til Íslands — og lifði næringarleysið, veltinginn og einangrunina — fékk að snúa til síns heima. Á færri líf eftir af sínum sjö en var sem betur fer ekki svipt lífinu.



Efnisorð: