mánudagur, ágúst 20, 2018

Kálfafull langreyður drepin fyrir Kristján

Drógu kálfafulla langreyði í land. Bara í alvöru. Frétt Vísis sýnir hvar fóstrið er dregið úr augsýn, enda stóðu yfir mótmæli hvalveiðiandstæðinga og ekki heppilegt að hafa vitni yfirleitt að þessu óhæfuverki.

Vonandi er Kristján Júl sjávarútvegsráðherra ánægður með sig núna. Vonandi er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ánægð með sig núna.

Kristján Loftsson mun auðvitað sofa vel í nótt sem endranær.


———
[Viðbót] Fram hefur komið að „Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu.“


Efnisorð: ,