fimmtudagur, september 20, 2018

Þessa dags hefur Hádegismóri beðið

Þorvaldur Gylfason skrifar fræðandi pistil um lýðheilsu í kjölfar fjármálahrunsins 2008, og ber þar saman stöðuna í Bandaríkjunum og Íslandi. Vert að lesa.

En það eru lokaorð Þorvaldar sem ég vil fyrst og fremst vekja athygli á:
„Meint lögbrot í Seðlabankanum 6. október 2008 – Kaupþingslánið skv. birtu símtali bankastjórans og forsætisráðherrans – fyrnist eftir röskan hálfan mánuð nema rannsókn málsins verði hafin fyrir þann tíma til að girða fyrir fyrningu og gera dómstólum kleift að fjalla um málið.“
Eftir hálfan mánuð eru Davíð Oddsson fyrrum Seðlabankastjóri, og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra, lausir allra mála ef ekkert verður að gert! Þá þurfa ekki að svara til saka fyrir óráðsíu Seðlabankans sem „lánaði“ Kaupþingi stóran hluta gjaldeyrisvaraforða bankans, enda þótt Seðlabankastjórinn hafi vitað sem var, að Kaupþing gæti aldrei greitt lánið til baka. Tugmilljarða tjón varð af lánveitingunni. Eftir hálfan mánuð eru þeir félagarnir, og þá aðallega Davíð, sloppnir úr snörunni.

Þá verður fagnað í Hádegismóum.




Efnisorð: