þriðjudagur, október 30, 2018

Kveikur í eldfjöllum

Kveikur kvöldsins var ógnvekjandi. Fimm öflugustu og virkustu eldfjöll landsins eru í startholunum og gætu gosið hvenær sem er.
„Og þar fyrir utan eru við með að minnsta kosti tuttugu og fimm aðrar [eldstöðvar] sem að gætu þess vegna gosið með stuttum fyrirvara án þess að við vitum það núna,“ segir Páll.“
Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur talar veit ég ekki hvort ég á að byrja á að reima á mig skóna eða leita að vegabréfinu.

Muna svo að biðja flugmennina að taka krók framhjá Heklu, takk.


Efnisorð: