mánudagur, október 01, 2018

Hljóp í fjóra sólarhringa, bæði í eyðimerkursól og frosti

Mætti ég ráða yrði Elísabet Margeirsdóttir kjörin íþróttamaður ársins.

Þvílíkt afrek að klára þessa klikkuðu keppni yfirleitt — 400 kílómetra hlaup í Góbí-eyðimörkinni í Kína — hvað þá að koma fyrst kvenna í mark. Elísabet hljóp í fjóra sólarhringa, bæði í eyðimerkursól og frosti, eins og segir í frétt RÚV og er hún „jafnframt fyrsta konan í heiminum sem klárar þetta hlaup á undir 100 klukkustundum“, en tími hennar var 96 klukktímar og 54 mínútur.

Við venjulega fólkið föllum í stafi yfir einstöku þreki og úthaldi Elísabetar.

Efnisorð: