laugardagur, desember 22, 2018

Framganga Katrínar Jakobsdóttur, með orðum Illuga Jökulssonar

Pistill Illuga Jökulssonar um Katrínu Jakobsdóttur er eins og talaður úr mínu hjarta.

„[S]pillingarmálum Sjálfstæðisflokksins var sópað undir teppi, jafnt uppreistarmálum sem bláköldum og margsönnuðum lygum Bjarna. Hinn endanlega tryggðareið sór Katrín svo Sjálfstæðisflokknum þegar hún varði Sigríði Andersen vantrausti, og mun sú skömm lengi uppi – nema náttúrlega í augum Sjálfstæðismanna sem telja veg ráðherra sinna ævinlega mikilvægari en gott pólitískt siðferði í landinu, og undir það tóku þær Katrín og Svandís með atkvæði sínu í þessu máli.

Nú að undanförnu hefur Katrín svo enn og aftur sannað hve ákjósanlegur formaður Sjálfstæðisflokksins hún yrði. Hún sá sóma sinn í að styðja dyggilega hina alræmdu lækkun veiðigjalda hjá sægreifum. Það sem meira var; í stað þess að reyna að bera í bætifláka fyrir stuðning sinn við þetta þjónkunarmál Sjálfstæðisflokksins við eigendur sína, með því til dæmis að segja að þetta styddi hún með óbragð í munni eða eitthvað svoleiðis, þá gekk hún þvert á móti hnarreist í pontu og lýsti því stolt yfir hvílíkt framfaraskref þessi jólagjöf upp á milljarða til sægreifanna væri.

Og á tímum þegar verkalýðshreyfingin er að hnykla vöðvana, kemur þá Katrín formaður „vinstriflokksins“ VG fram með skýr skilaboð um að hún styðji viðleitni launafólks til að snúa við blaðinu eftir endalausa ósigra í áróðursstríðinu við atvinnurekendur? Onei, ekki orð! Katrín kemur hins vegar í sjónvarpið og lýsir því sem markverðum áfanga í kjarabaráttu launafólks að ofurlaun embættismanna, alþingismanna og ráðherra hafi verið fest í formi!“

Lesið allan pistil Illuga.

Efnisorð: