laugardagur, janúar 05, 2019

Skínandi dæmi um unaðslegan hugsunarhátt og atferli karlmanna

Það eru engin takmörk fyrir hvað karlmenn geta verið ógeðslegir.

Mér er minnisstætt þegar ég sá fyrstu Kill Bill myndina í bíó og karlmenn skelltu uppúr og skemmtu sér gríðarlega yfir atriðinu þegar Brúðurin (leikin af Umu Thurman) vaknar eftir að hafa legið í dái í fjögur ár og áttar sig á því að starfsmaður á sjúkrahúsinu hafði stundað að nauðga henni og selja öðrum körlum aðgang að henni meðan hún lá varnarlaus í dáinu. Þetta fannst karlkyns bíógestum fyndið.

Kill Bill var bíómynd en það er greinilega ekki úr lausu lofti gripið að karlmenn á sjúkrastofnunum nýti sér ástand meðvitundarlausra kvenna. Í raunveruleikanum og nútímanum gerðist það í Phoenix borg í Arizona að kona, sem hefur verið vistuð á hjúkrunarheimili í fjórtán ár eftir að hafa næstum drukknað og hlotið varanlegan heilaskaðafrétt Vísis er hún sögð heiladauð), ól barn 29. desember síðastliðinn. Það er auðvitað engin lifandis leið til þess að konan hafi sjálfviljug stundað kynlíf. Lögregla rannsakar nú málið og liggja karlkyns starfsmenn hjúkrunarheimilisins undir grun.

Varnarlaus kona. Heiladauð kona. Slíkt stoppar ekki karlmenn sem telja sig hafa rétt til ríðinga hvar og hvenær sem er með hvaða konu sem þeim hentar þá stundina. Bara bónus að hafa fullkomið vald yfir varnarlausri konunni.

Til að kóróna allt saman þá má lesa í athugasemdakerfi Vísis við fréttina að karlmönnum er stórkostlega skemmt yfir þessu öllu saman. Tala um meyfæðinguna, kraftaverk og barnið sé eingetið eins og Jesú. Grín og gaman barasta!

Karlmenn. Alltaf til í að níðast á konum og hæðast að konum sem níðst hefur verið á. Karlmenn. Alltaf ógeð.


Efnisorð: , , ,