Gamla aðferðin málið fyrir nefnd eða sjálfsákvörðunarréttur kvenna
Það var með naumindum að mér tókst að stilla mig um að senda tölvupóst til þeirra þingmanna sem hafa verið að djöflast með allskyns orðbragði og upphrópunum. En ef ég hefði sent þeim póst þá hefði ég ekki eytt mörgum orðum á þá umfram að segja þeim að horfa á viðtal Ríkissjónvarpsins við Magneu Helgadóttur — lengri útgáfuna — og endurskoða svo orðin sem þeir hafa haft um konur í hennar stöðu. Það ver ekki léttvæg ákvörðun að fara fram á þungunarrof sem var svo gerð á 22. viku meðgöngu en áður þurfti hún að þurfa að bíða í viku eftir að nefnd tæki ákvörðun um hvort verða ætti við beiðni hennar. Það er þessi bið eftir ákvörðun nefndarinnar, sem vitað var að yrði á einn veg, sem 4. grein frumvarpsins tekur á; hér eftir þarf ekki að bíða eftir svarinu sem hvorteðer leyfir þungunarrof.
Það er óskandi að þingmenn kjósi með sjálfákvörðunarrétti kvenna. Þeir sem það ætla sér ekki að gera það ættu lágmark að láta af meiðandi upphrópunum.
Samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra, sem nú er til umræðu á Alþingi, verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku þungunar. Til stendur að greiða atkvæði um frumvarpið á morgun. Magnea hvetur þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið. „Allir þingmenn ættu að segja já. Ef þú situr hjá þá ertu að segja nei,“ segir hún.
[…] Frumvarpið hefur vakið harðar deilur á Alþingi. Magnea segir erfitt að sitja undir þeim orðum sem hafa verið látin falla. „Það er ofboðslega erfitt að sætta sig við það að vera kallaður morðingi.“
„Mín saga er á bak við hverja einustu fóstureyðingu, eins og fólk vill kalla þetta, sem er framkvæmd eftir 14. viku meðgöngu. Þú ert að tala um fólk sem er með rosa sorg í hjarta sér, og mun bera alla sína ævi, og að einhver skuli kalla þetta sama fólk - mig - morðingja. Það er mjög erfitt að sitja undir því,“ segir Magnea. „Það er bara ekki sanngjarnt.“
Það er óskandi að þingmenn kjósi með sjálfákvörðunarrétti kvenna. Þeir sem það ætla sér ekki að gera það ættu lágmark að láta af meiðandi upphrópunum.
Efnisorð: fóstureyðingar
<< Home