þriðjudagur, ágúst 13, 2019

Grein Jóns Steinars um siðblindu

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar í dag grein um siðblindu. Ekki veit ég hvað rak hann til að kynna sér málið; er hann lagstur í sjálfsrannsókn? Nei auðvitað þarf ekkert að vera að hann sé að skrifa um sjálfan sig, það var ódýrt grín hjá mér.

Það er hinsvegar áhugavert að hann hann kemur því á framfæri að siðblindingjar fyrirfinnist á vettvangi dómstóla, en Jón Steinar hefur einmitt átt í útistöðum við fyrrverandi starfsfélaga sína í Hæstarétti. Í mjög ítarlegri úttekt Hörpu Hreinsdóttur á siðblindu er hvergi minnst á dómara eða starfsfólk dómstóla en þó telur Jón Steinar það með, svo vel má vera að greinin sé sérstaklega skrifuð til að sneiða að þeim.

Auðvitað getur líka verið að Jón Steinar eigi bæði við Hæstaréttardómara og marga fleiri sem hann hefur hitt á lífsleiðinni utan og innan dómshúsa — tildæmis ekki ófáa félaga sína í Sjálfstæðisflokknum.

Eitt þykir mér þó blasa við: hann er að tala um Svein Andra Sveinsson.

Efnisorð: