laugardagur, ágúst 10, 2019

50 gáma gítarleikarinn

Í kvöld fara fram tónleikar í Laugardal, hafi það farið framhjá einhverjum. Komið hefur fram í fréttum að 50 gámar af setjum-saman-tónleika dóti hafi verið fluttir til landsins af því tilefni. Það er ansi stórt kolefnisfótspor fyrir einn mann með gítar.

Það er vonandi að hann kolefnisjafni ferðina og gámaflutningana. Annaðhvort á síðu Sameinuðu þjóðanna eða á Kolviður.is, nú eða hjá Votlendissjóðnum, sem önnur stórstjarna poppheimssins stýrir víst um þessar mundir.

Með því að nota reiknivélarnar á þessum síðum má sjá út hve háa upphæð þarf að borga til að gróðursetja tré eða endurheimta votlendi og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda. En þrátt fyrir að þetta sé leið til að bæta skaðann ætti fólk almennt að fækka ferðum sínum á jarðefnaeldsneytis (bensín, díesel, steinolíu) -knúnum farartækjum.

Miðað við umfang gámaflutninganna ætti gítarleikarinn frekar að fylgja í fótspor Eþíópíumanna sem nýlega gróðursettu um 350 milljónir trjáa á einum degi. Það er almennilegt átak!

Efnisorð: