Hæfileg ágengni
Aðalmeðferð í svokölluðu Birnumáli fór fram fyrri part vikunnar og þá eins og venjulega stigu misvitrir einstaklingar fram og tjáðu sig í athugasemdakerfum fjölmiðla. Einn þeirra vakti sérstaka athygli fyrir hugmyndir hans um hvernig hægt væri að tryggja öryggi kvenna. (Hann verður ekki nafngreindur hér en auðveldlega er hægt að sjá hver það er með því að lesa fréttina.)
Fyrst segir hann þetta (og já hann byrjar setninguna í miðjum klíðum):
Önnur bókin í bókaflokknum um Basil fursta hefst á kafla þar sem lýst er nokkuð vel hvað við er að etja.
Sveitastúlkan Alice er komin til höfuðborgarinnar og kynnist samkvæmislífinu og fer í veislu hjá Stanley bankastjóra. Sagan hefst þar sem Alice flýr veisluna eftir að dansherra hennar hafði dansað með hana út úr danssalnum og í annan mannlausan sal þar sem hann slekkur ljósið og ræðst að henni með kossum, hneppir frá henni kjólnum og kyssir brjóst hennar. Alice sleppur frá honum og vill heim. En leigubíllinn sem var pantaður fyrir hana kom aldrei og hún gengur af stað heimleiðis í roki og rigningu, strætisvagnar aka framhjá henni en eru fullir af fólki. Komið er miðnætti þegar hún rekst á mann sem er svo bráðalmennilegur að bjóða henni að ganga með sér og samnýta regnhlíf hans.
Hún leit þakklátum augum til hans. Fötin hennar voru mjög blaut.
„Þakka yður kærlega fyrir, þetta er fallega gert af yður,“ og þetta meinti hún einlæglega, því hún var þessari hjálp sárfegin.
„Eigum við ekki að reyna að ná okkur í bíl,“ spurði hann, „þetta er hvort sem er ekki veður fyrir kvenfólk.“
„Því yrði ég feginn. Ég er búin að bíða hér mjög lengi, og mér hefur enn ekki tekizt að ná í neina bifreið.“
„Þá kem ég eins og ég væri sendur, gerið svo vel, hérna er regnhlífin,“ sagði hann og gekk út á götuna, og það var eins og tilviljunin hefði gengið í lið með honum, því í sömu andránni kom bíll þjótandi eftir veginum.
„Halló, stoppaðu karlinn,“ næstum öskraði maðurinn og bifreiðastjórinn virtist vera öldungis forviða, að hann skyldi vera stöðvaður á þessum stað og það í þessu veðri.
Bifreiðastjórinn lauk upp hurðinni. „Hvert á ég að aka?“ spurði hann.
„Til Hyderwood nr. 16,“ svaraði ókunni maðurinn, svo sneri hann sér að Alice, „þér hafið vonandi ekkert á móti því að koma með mér heim?“
Hún starði fyrst forviða á hann. Svo skildi hún hvað hann var að fara. En án þess að segja nokkurt orð, rétti hún honum regnhlífina, og þegar hann tók við henni, tók hún á rás, og gekk eins hratt og hún gat, án þess að skeyta hið minnsta um regnið.
„Bíðið þér svo litla stund,“ sagði maðurinn við bifreiðastjórann, en flýtti sér svo eins og hann gat á eftir Alice. Þegar hann komst á hlið við hana, sagði hann:
„Blessaðar, látið þér ekki eins og kjáni, hvað haldið þér að það þýði fyrir yður að vera með þessa stórmennsku.“
Hún virti hann ekki svars, en hraðaði sér eins og hún gat. „Þér megið ekki halda að ég sé að horfa í nokkrar krónur. Ég skal gjarnan borga og eyða yðar vegna, segið þér bara hvað þér viljið. Kannski við förum fyrst í „Stjörnuklúbbinn“, og fáum okkur eitthvað að borða?“
Hún lét sem hún heyrði það ekki, en hraðaði sér allt hvað af tók. Hann fékk betra tækifæri til að skoða hana. Þetta var ljómandi falleg stúlka. Sjá þennan spengilega vöxt og þessa fallegu fætur. Það jók á áfergju hans að miklum mun, að virða fyrir sér hinn fagra vöxt hennar.
„Ég skal ekki spara neitt. Jafnvel nokkur sterlingspund, sem fyrirfram greiðslu.“
Alice barðist við grátinn. Slík smán hafði henni aldrei verið sýnd. Hún fór að hlaupa við fót, þá hætti hann og nam staðar, en lét hin óþverralegustu orð fylgja henni.
Alice hljóp lengi og þorði ekki að líta um öxl, fyrr en hún var komin langt í burtu. Þá fyrst leit hún við, og sá að hann var hættur að elta hana, og að hann sást ekki. Það var eins og þungum steini væri létt af henni, og rétt í því fór framhjá henni strætisvagn, en hann var yfirfullur eins og allir hinir.
„Góða kvöldið, litla vina mín. Það segir sig sjálft, að við tvö verðum samferða eitthvað út í lífið.“
Maðurinn sem ávarpaði hana að þessu sinni, var ungur og ekki við fyrstu sýn ógeðslegur. Hann var í gráum regnfrakka. Hann leit á Alice frekjulega og hélt áfram í ósvífnum tón:
„Það er synd og skömm að því, að svona lítil telpa skuli vera ein á gangi og auðvitað hlýtur þér að leiðast gæzkan mín.“
Hún leit þannig til hans að honum fannst eins og hún væri að gefa undir fótinn. „En hvað þú ert falleg, sæta vina mín. Þetta er alveg eins og ég vil hafa það. Býrðu langt frá þessum stað?“
„Þér ættuð að skammast yðar. Þér hafið engan rétt til að tala við mig.“
„Nei, það er sjálfsagt alveg satt. En þennan rétt hlýt ég að fá innan skamms,“ sagði hann hlæjandi. „Mér sýnist á yður, að þér séuð einmana og af þeirri ástæðu liggur illa á yður. Nú og sama máli gegnir um mig. Ég er einn og mér leiðist, og því ekki að slá sér saman og létta okkur eitthvað upp?“ Hann greip um axlir hennar og sneri henni að sér, hún reyndi að slíta sig af honum. „Þú ert ljómandi snotur, telpa mín. Við skulum bara koma og skemmta okkur.“
„Sleppið mér, leyfið þér mér að halda áfram, heyrið þér það ekki?“ hrópaði hún.
„Jú auðvitað heyri ég það. En hvers vegna á ég að sleppa yður? Þér eruð ljómandi falleg. Komið þér nú. Við förum in í einhverja knæpu, og ræðum þar í bróðerni um hlutina, og þegar við erum orðin sammála, förum við heim og þá byrjar aðal skemmtunin.“
„Ég hrópa á hjálp, ef þér ekki sleppið mér tafarlaust,“ sagði hún örvingluð.
Það var eitthvað í rödd hennar, myndugt og skipandi, og því sleppti hann henni, en það var ekki þar með lokið. Hann vildi ekki láta fuglinn fljúga strax, og breytti hann um aðferð. Hann talaði nú í virðulegri tón, en þó mátti finna hrottaskapinn og ruddaháttinn. Hann tók af sér hattinn og mælti:
„Afsakið náðuga ungfrú, mér þykir þetta slæmt, en ég hélt að þér væruð úti til þess að skemmta yður. Þér megið alls ekki vera reið. Mér hefur skjátlast, það viðurkenni ég fúslega. Viljið þér ekki samþykkja, að ég verði yður samferða dálítin spotta. Við eigum hvort sem er leið saman. Ég lofa því að óvirða yður ekki framar.“
„Þakka yður fyrir það. En ég vil ekki þiggja fylgd yðar. Þér eruð jafn ógeðfeldur, þótt þér játið nú að fyrri framkoma yðar hafi byggst á misskilningi. Mér finnst því, að bezt sé fyrir yður að fara einn og láta mig afskiptalausa.“
„Hvers vegna? Ég er búinn að segja yður, að mér þyki fyrir því að hafa egnt yður til reiði, og mér þykir það mjög leitt.“
„Ef það gæti glatt yður eitthvað, þá skal ég gjarnan fyrirgefa, og ef það gæti huggað yður, þá er ég ekkert reið við yður,“ svo hneigði hún sig og gekk leiðar sinnar.
En þótt hún væri laus við þennan árásarmann, þá var langur vegur frá því að hún væri örugg. Þetta hvort tveggja var hundrað sinnum verra, en að sem hafði komið fyrir á heimili Stanleys. Hún var bæði reið og hrygg, og nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki snúið aftur upp, og beðið um aðra bifreið.
London hafði sýnt henni inn fyrir fortjaldið, sem dregið er á milli þess, sem í ljósinu býr, og hins er hylur sortann og myrkraverkin. Hún var næstum sturluð, þegar hún hélt áfram. Í hvert sinn, sem hún mætti einhverjum á götunni, hrökklaðist hún undan.
Og nú kom þarna á móti henni eldri maður, mjög feitur og ógeðslegur. Hún vék sér úr vegi, en hann misskildi tilgang hennar, og kallaði með drafandi tungu:
„Hikk-hikk, þú þarna hóra. Komdu, ég skal borga þér vel fyrir stutta en eftirminnilega gleðistund,“ svo þreif hann til hennar, og hún fann vínþefinn frá honum.
„Hjálp!“ hrópaði Alice af öllum kröftum.
„Heimska ókind,“ umlaði í fyllibyttunni, svo sleppti hann henni, en slangraði leiðar sinnar.
Tveir lögregluþjónar komu aðvífandi.
„Hvers vegna eruð þér að öskra þetta?“ spurði annar þeirra.
Alice leit upp og sá þessa tvo þjóna réttvísinnar, stóra og allt annað en blíðlega. Hún gat rétt stunið upp, en slitrótt:
„Þessi maður stöðvaði mig,“og hjartað barðist í brjósti hennar.
„Þú hefur auðvitað verið á veiðum, götustelpan þín. Þú ættir að skammast þín og koma þér heim, og það hið fyrsta,“ sagði annar þeirra önugur.
„Ég hef ekki gert hina minnstu tilraun til þess sem þér segið. Þetta er þriðji maðurinn, sem hefur stöðvað mig á leið minni,“ sagði hún og það kenndi harms og reiði í rödd hennar.
„Hvern fjandan sjálfan ertu að slæpast hér? — Reyndu að snauta heim til þín. Þú þykist vera að leika engil. Svei.“
Svo héldu þessir heiðursmenn áfram göngu sinni, eins og þeim kæmi þetta ekkert við. Alice stóð því jafn ráðlaus eftir á götunni, og nú fyrst missti hún kjarkinn. Hún grét. Allt sem hafði hent hana, hafði komið svo snöggt og óvænt.“
Henni hafði skjátlast hrapalega. Hún hafði búizt við að allt væri svo glæsilegt í höfuðborginni, en nú var eins og hún væri að vakna af löngum, en slæmum draumi.“
Saga þessi í bókaflokknum um Basil fursta kom fyrst út á íslensku árið 1939. Höfundur hennar hefur — jafnvel á þeim tíma — verið sér ágætlega meðvitaður um hversdagsleika kynferðislegrar áreitni, og að konur geti ekki, sérstaklega ekki síðla nætur, gengið óáreittar um göturnar. Þeir sem þykjast vera að bjóða fram hjálparhönd hafa ýmislegt misjafnt í huga. Hafi höfundurinn vitað þetta á fjórða áratug síðustu aldar, hversu sérkennilegt er það þá að karlmenn á 21. öld, sem hafa allar upplýsingar heimsins við höndina, skuli vera svona illa upplýstir? Og að þeirra eina uppástunga sé að karlmenn eigi hver um annan þveran að sýna „hæfilega ágengni“?
Til að árétta að konur eru ekki óhultar fyrir karlmönnum og ættu helst aldrei að treysta þeim: Fyrir mánuði komst það í fréttirnar að fimmtán ára stúlku í Birmingham var nauðgað af manni sem hún leitaði ásjár hjá eftir að annar maður hafði nauðgað henni.
Hún fór, eins og Alice, úr öskunni í eldinn. Nema Alice var skálduð persóna meðan þessi stelpa á allt lífið framundan en á líklega aldrei eftir að treysta nokkrum karlmanni framar. Eflaust finnst þó einhverjum að karlmenn eigi bara samt að vera með „hæfilega ágengni“ við hana í framtíðinni. Hennar vegna sko.
Fyrst segir hann þetta (og já hann byrjar setninguna í miðjum klíðum):
„sumir amk menn vilja ekki reyna of mikið eða spjalla við ungar konur á skemmtistöðum kannski , gefa þeim frið af kurteisi, en ef menn gerðu það meira færu færri einar heim kannski sem væri öruggara, bjóða að ganga með þeim eða redda fari eða ..kurteisin er þá minna viðeigandi en maður hélt, hæfileg ágengni eykur öryggi“Næst segir hann og er þá að svara manni sem segir að sumir þeirra sem bjóðist til að fylgja konum heim eða skutla hafi illt í huga:
„já auðvitað en sumar vilja fara með einhverjum og þá er betra að sem flestir skárri bjóði far eða hvað“Og að lokum, sólarhring seinna, er hann enn við sama heygarðshornið:
„enda er ég ekki að hvetja til þess að td konur leyfi ókunnugum að fylgja sér heldur að segja að sumar velja samt að gera það vegna kæruleysis vímunnar og leigubílar kosta mikið og þægilegra að fá bílfar en að ganga og því fleiri skárri menn sem bjóða fylgd og far eykur líkur á að þær lendi með þeim í bíl frekar en verri mönnum . en þeir skárri vilja kannski sjaldan byrja spjall og bjóða far , finnst það ósiðlegt , truflun, hún kannski mikið yngri , ofl ofl , en þeir skárri ættu kannski að átta sig á því að þessi hæverska minnkar öryggi kvenna.“Eflaust meinar hann vel, en samt, skilningleysið er hrópandi.
Önnur bókin í bókaflokknum um Basil fursta hefst á kafla þar sem lýst er nokkuð vel hvað við er að etja.
Sveitastúlkan Alice er komin til höfuðborgarinnar og kynnist samkvæmislífinu og fer í veislu hjá Stanley bankastjóra. Sagan hefst þar sem Alice flýr veisluna eftir að dansherra hennar hafði dansað með hana út úr danssalnum og í annan mannlausan sal þar sem hann slekkur ljósið og ræðst að henni með kossum, hneppir frá henni kjólnum og kyssir brjóst hennar. Alice sleppur frá honum og vill heim. En leigubíllinn sem var pantaður fyrir hana kom aldrei og hún gengur af stað heimleiðis í roki og rigningu, strætisvagnar aka framhjá henni en eru fullir af fólki. Komið er miðnætti þegar hún rekst á mann sem er svo bráðalmennilegur að bjóða henni að ganga með sér og samnýta regnhlíf hans.
Hún leit þakklátum augum til hans. Fötin hennar voru mjög blaut.
„Þakka yður kærlega fyrir, þetta er fallega gert af yður,“ og þetta meinti hún einlæglega, því hún var þessari hjálp sárfegin.
„Eigum við ekki að reyna að ná okkur í bíl,“ spurði hann, „þetta er hvort sem er ekki veður fyrir kvenfólk.“
„Því yrði ég feginn. Ég er búin að bíða hér mjög lengi, og mér hefur enn ekki tekizt að ná í neina bifreið.“
„Þá kem ég eins og ég væri sendur, gerið svo vel, hérna er regnhlífin,“ sagði hann og gekk út á götuna, og það var eins og tilviljunin hefði gengið í lið með honum, því í sömu andránni kom bíll þjótandi eftir veginum.
„Halló, stoppaðu karlinn,“ næstum öskraði maðurinn og bifreiðastjórinn virtist vera öldungis forviða, að hann skyldi vera stöðvaður á þessum stað og það í þessu veðri.
Bifreiðastjórinn lauk upp hurðinni. „Hvert á ég að aka?“ spurði hann.
„Til Hyderwood nr. 16,“ svaraði ókunni maðurinn, svo sneri hann sér að Alice, „þér hafið vonandi ekkert á móti því að koma með mér heim?“
Hún starði fyrst forviða á hann. Svo skildi hún hvað hann var að fara. En án þess að segja nokkurt orð, rétti hún honum regnhlífina, og þegar hann tók við henni, tók hún á rás, og gekk eins hratt og hún gat, án þess að skeyta hið minnsta um regnið.
„Bíðið þér svo litla stund,“ sagði maðurinn við bifreiðastjórann, en flýtti sér svo eins og hann gat á eftir Alice. Þegar hann komst á hlið við hana, sagði hann:
„Blessaðar, látið þér ekki eins og kjáni, hvað haldið þér að það þýði fyrir yður að vera með þessa stórmennsku.“
Hún virti hann ekki svars, en hraðaði sér eins og hún gat. „Þér megið ekki halda að ég sé að horfa í nokkrar krónur. Ég skal gjarnan borga og eyða yðar vegna, segið þér bara hvað þér viljið. Kannski við förum fyrst í „Stjörnuklúbbinn“, og fáum okkur eitthvað að borða?“
Hún lét sem hún heyrði það ekki, en hraðaði sér allt hvað af tók. Hann fékk betra tækifæri til að skoða hana. Þetta var ljómandi falleg stúlka. Sjá þennan spengilega vöxt og þessa fallegu fætur. Það jók á áfergju hans að miklum mun, að virða fyrir sér hinn fagra vöxt hennar.
„Ég skal ekki spara neitt. Jafnvel nokkur sterlingspund, sem fyrirfram greiðslu.“
Alice barðist við grátinn. Slík smán hafði henni aldrei verið sýnd. Hún fór að hlaupa við fót, þá hætti hann og nam staðar, en lét hin óþverralegustu orð fylgja henni.
Alice hljóp lengi og þorði ekki að líta um öxl, fyrr en hún var komin langt í burtu. Þá fyrst leit hún við, og sá að hann var hættur að elta hana, og að hann sást ekki. Það var eins og þungum steini væri létt af henni, og rétt í því fór framhjá henni strætisvagn, en hann var yfirfullur eins og allir hinir.
„Góða kvöldið, litla vina mín. Það segir sig sjálft, að við tvö verðum samferða eitthvað út í lífið.“
Maðurinn sem ávarpaði hana að þessu sinni, var ungur og ekki við fyrstu sýn ógeðslegur. Hann var í gráum regnfrakka. Hann leit á Alice frekjulega og hélt áfram í ósvífnum tón:
„Það er synd og skömm að því, að svona lítil telpa skuli vera ein á gangi og auðvitað hlýtur þér að leiðast gæzkan mín.“
Hún leit þannig til hans að honum fannst eins og hún væri að gefa undir fótinn. „En hvað þú ert falleg, sæta vina mín. Þetta er alveg eins og ég vil hafa það. Býrðu langt frá þessum stað?“
„Þér ættuð að skammast yðar. Þér hafið engan rétt til að tala við mig.“
„Nei, það er sjálfsagt alveg satt. En þennan rétt hlýt ég að fá innan skamms,“ sagði hann hlæjandi. „Mér sýnist á yður, að þér séuð einmana og af þeirri ástæðu liggur illa á yður. Nú og sama máli gegnir um mig. Ég er einn og mér leiðist, og því ekki að slá sér saman og létta okkur eitthvað upp?“ Hann greip um axlir hennar og sneri henni að sér, hún reyndi að slíta sig af honum. „Þú ert ljómandi snotur, telpa mín. Við skulum bara koma og skemmta okkur.“
„Sleppið mér, leyfið þér mér að halda áfram, heyrið þér það ekki?“ hrópaði hún.
„Jú auðvitað heyri ég það. En hvers vegna á ég að sleppa yður? Þér eruð ljómandi falleg. Komið þér nú. Við förum in í einhverja knæpu, og ræðum þar í bróðerni um hlutina, og þegar við erum orðin sammála, förum við heim og þá byrjar aðal skemmtunin.“
„Ég hrópa á hjálp, ef þér ekki sleppið mér tafarlaust,“ sagði hún örvingluð.
Það var eitthvað í rödd hennar, myndugt og skipandi, og því sleppti hann henni, en það var ekki þar með lokið. Hann vildi ekki láta fuglinn fljúga strax, og breytti hann um aðferð. Hann talaði nú í virðulegri tón, en þó mátti finna hrottaskapinn og ruddaháttinn. Hann tók af sér hattinn og mælti:
„Afsakið náðuga ungfrú, mér þykir þetta slæmt, en ég hélt að þér væruð úti til þess að skemmta yður. Þér megið alls ekki vera reið. Mér hefur skjátlast, það viðurkenni ég fúslega. Viljið þér ekki samþykkja, að ég verði yður samferða dálítin spotta. Við eigum hvort sem er leið saman. Ég lofa því að óvirða yður ekki framar.“
„Þakka yður fyrir það. En ég vil ekki þiggja fylgd yðar. Þér eruð jafn ógeðfeldur, þótt þér játið nú að fyrri framkoma yðar hafi byggst á misskilningi. Mér finnst því, að bezt sé fyrir yður að fara einn og láta mig afskiptalausa.“
„Hvers vegna? Ég er búinn að segja yður, að mér þyki fyrir því að hafa egnt yður til reiði, og mér þykir það mjög leitt.“
„Ef það gæti glatt yður eitthvað, þá skal ég gjarnan fyrirgefa, og ef það gæti huggað yður, þá er ég ekkert reið við yður,“ svo hneigði hún sig og gekk leiðar sinnar.
En þótt hún væri laus við þennan árásarmann, þá var langur vegur frá því að hún væri örugg. Þetta hvort tveggja var hundrað sinnum verra, en að sem hafði komið fyrir á heimili Stanleys. Hún var bæði reið og hrygg, og nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki snúið aftur upp, og beðið um aðra bifreið.
London hafði sýnt henni inn fyrir fortjaldið, sem dregið er á milli þess, sem í ljósinu býr, og hins er hylur sortann og myrkraverkin. Hún var næstum sturluð, þegar hún hélt áfram. Í hvert sinn, sem hún mætti einhverjum á götunni, hrökklaðist hún undan.
Og nú kom þarna á móti henni eldri maður, mjög feitur og ógeðslegur. Hún vék sér úr vegi, en hann misskildi tilgang hennar, og kallaði með drafandi tungu:
„Hikk-hikk, þú þarna hóra. Komdu, ég skal borga þér vel fyrir stutta en eftirminnilega gleðistund,“ svo þreif hann til hennar, og hún fann vínþefinn frá honum.
„Hjálp!“ hrópaði Alice af öllum kröftum.
„Heimska ókind,“ umlaði í fyllibyttunni, svo sleppti hann henni, en slangraði leiðar sinnar.
Tveir lögregluþjónar komu aðvífandi.
„Hvers vegna eruð þér að öskra þetta?“ spurði annar þeirra.
Alice leit upp og sá þessa tvo þjóna réttvísinnar, stóra og allt annað en blíðlega. Hún gat rétt stunið upp, en slitrótt:
„Þessi maður stöðvaði mig,“og hjartað barðist í brjósti hennar.
„Þú hefur auðvitað verið á veiðum, götustelpan þín. Þú ættir að skammast þín og koma þér heim, og það hið fyrsta,“ sagði annar þeirra önugur.
„Ég hef ekki gert hina minnstu tilraun til þess sem þér segið. Þetta er þriðji maðurinn, sem hefur stöðvað mig á leið minni,“ sagði hún og það kenndi harms og reiði í rödd hennar.
„Hvern fjandan sjálfan ertu að slæpast hér? — Reyndu að snauta heim til þín. Þú þykist vera að leika engil. Svei.“
Svo héldu þessir heiðursmenn áfram göngu sinni, eins og þeim kæmi þetta ekkert við. Alice stóð því jafn ráðlaus eftir á götunni, og nú fyrst missti hún kjarkinn. Hún grét. Allt sem hafði hent hana, hafði komið svo snöggt og óvænt.“
Henni hafði skjátlast hrapalega. Hún hafði búizt við að allt væri svo glæsilegt í höfuðborginni, en nú var eins og hún væri að vakna af löngum, en slæmum draumi.“
Saga þessi í bókaflokknum um Basil fursta kom fyrst út á íslensku árið 1939. Höfundur hennar hefur — jafnvel á þeim tíma — verið sér ágætlega meðvitaður um hversdagsleika kynferðislegrar áreitni, og að konur geti ekki, sérstaklega ekki síðla nætur, gengið óáreittar um göturnar. Þeir sem þykjast vera að bjóða fram hjálparhönd hafa ýmislegt misjafnt í huga. Hafi höfundurinn vitað þetta á fjórða áratug síðustu aldar, hversu sérkennilegt er það þá að karlmenn á 21. öld, sem hafa allar upplýsingar heimsins við höndina, skuli vera svona illa upplýstir? Og að þeirra eina uppástunga sé að karlmenn eigi hver um annan þveran að sýna „hæfilega ágengni“?
Til að árétta að konur eru ekki óhultar fyrir karlmönnum og ættu helst aldrei að treysta þeim: Fyrir mánuði komst það í fréttirnar að fimmtán ára stúlku í Birmingham var nauðgað af manni sem hún leitaði ásjár hjá eftir að annar maður hafði nauðgað henni.
Hún fór, eins og Alice, úr öskunni í eldinn. Nema Alice var skálduð persóna meðan þessi stelpa á allt lífið framundan en á líklega aldrei eftir að treysta nokkrum karlmanni framar. Eflaust finnst þó einhverjum að karlmenn eigi bara samt að vera með „hæfilega ágengni“ við hana í framtíðinni. Hennar vegna sko.
Efnisorð: karlmenn, kynferðisbrot
<< Home