Loksins beinast spjótin að Björgólfsfeðgum
Stundin í samstarfi við Reykjavík Media hefur birt afhjúpun á aflandsfélagabralli Björgólfsfeðganna. Þetta er alllöng grein en þetta eru í skemmstu máli aðalatriðin, eftir því sem ég kemst næst. (Best er auðvitað að lesa alla greinina á Stundinni.)
Björgólfsfeðgar voru kunnugir Mossack Fonseca frá Rússlandsárum sínum.
Hér er ágætt að staldra við og rifja upp að þeir feðgar voru handvaldir af Davíð Oddssyni til að eignast Landsbankann og í bankastjórn með Björgólfi eldri sat Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ásamt fleiri flokksmönnum.
Hálfsystir Björgólfs Thors og ættleidd (eða stjúp)dóttir Björgólfs eldri gerðist leppur fyrir þá feðga í júlí 2008, þegar þeir hafa líklega séð að stefndi í hrun bankanna, og þá varð Tortólafélagið Ranpod Limited til sem þeir fengu síðan prókúru fyrir. Þann 3. október 2008 „þegar stóru íslensku viðskiptabankarnir þrír voru að hrynja einn af öðrum, hafði félag Bentínu sótt um að opna bankareikning og bankahólf í Sviss hjá breska Barclays bankanum“. 10. nóvember sama ár fengu feðgarnir „prókúruumboð yfir þessu félagi sem skráð var sem eign Bentínu Björgólfsdóttur. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays bankanum í Sviss þar sem þeim Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum.Yfirskrift skjalsins er „prókúrumboð fyrir eignastýringu fyrir hönd þriðja aðila““.
Ranpor félagið er enn til (systirin/stjúpdóttirin segir svo ekki vera) en skiptastjóri gjaldþrotabús Björgólfs Guðmundssonar fékk ekkert um það að vita, og því var það ekki hluti af uppgjöri þrotabús Björgólfs.
Í grein Stundarinnar er sagt frá lánveitingum Landsbankans í Lúxemborg til félaga tengdum feðgunum „og er meðal annars greint frá þeim að hluta í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Rannsóknarnefndin bjó hins vegar yfir afar takmörkuðum upplýsingum um þessar lánveitingar eins og fram kemur í skýrslunni.“ Þar á meðal eru lán upp á samtals um 3,6 milljarða.
Björgólfsfeðgar voru kunnugir Mossack Fonseca frá Rússlandsárum sínum.
„Gögnin um Björgólfsfeðga í Panamaskjölunum ná aftur til ársins 2001 en á þeim tíma voru þeir eigendur bruggverksmiðjunnar Bravo í St. Pétursborg í Rússlandi ásamt Magnúsi Þorsteinssyni. Árið 2002 seldu þeir bruggverksmiðjuna til drykkjarvöruframleiðandans Heineken og í kjölfarið keyptu þeir ráðandi hlut í Landsbanka Íslands og áttu bankann fram að hruni.“
Hér er ágætt að staldra við og rifja upp að þeir feðgar voru handvaldir af Davíð Oddssyni til að eignast Landsbankann og í bankastjórn með Björgólfi eldri sat Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ásamt fleiri flokksmönnum.
„Í gögnunum um þá Björgólfsfeðga í Panamaskjölunum vekur einna mesta athygli hversu umfangsmiklar lánveitingar til félaga þeim tengdum voru frá Landsbankanum í Lúxemborg. Björgólfsfeðgar keyptu hlut ríkisins í Landsbanka Íslands síðla árs árið 2002, eins og áður segir, og fylgdi dótturfélag Landsbankans í Lúxemborg með í kaupunum. Björgólfsfeðgar voru því eigendur Landsbankans í Lúxemborg sem þeir stunduðu svo mikil lánaviðskipti í gegnum við félög í skattaskjólum. Þrátt fyrir fjölskyldu- og viðskiptatengsl feðganna þá voru þeir ekki skilgreindir sem tengdir aðilar í lánabókum Landsbanka Íslands og hafði þessi þannig áhrif á lántökur þeirra í bankanum að þeir gátu fengið meira fé þar að láni.“Þegar feðgarnir höfðu ryksugað bankann að innan var farið að koma peningunum skipulega undan þegar syrti í álinn, og þess gætt að ekki væri hægt að rekja slóðina til þeirra.
Hálfsystir Björgólfs Thors og ættleidd (eða stjúp)dóttir Björgólfs eldri gerðist leppur fyrir þá feðga í júlí 2008, þegar þeir hafa líklega séð að stefndi í hrun bankanna, og þá varð Tortólafélagið Ranpod Limited til sem þeir fengu síðan prókúru fyrir. Þann 3. október 2008 „þegar stóru íslensku viðskiptabankarnir þrír voru að hrynja einn af öðrum, hafði félag Bentínu sótt um að opna bankareikning og bankahólf í Sviss hjá breska Barclays bankanum“. 10. nóvember sama ár fengu feðgarnir „prókúruumboð yfir þessu félagi sem skráð var sem eign Bentínu Björgólfsdóttur. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays bankanum í Sviss þar sem þeim Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum.Yfirskrift skjalsins er „prókúrumboð fyrir eignastýringu fyrir hönd þriðja aðila““.
Ranpor félagið er enn til (systirin/stjúpdóttirin segir svo ekki vera) en skiptastjóri gjaldþrotabús Björgólfs Guðmundssonar fékk ekkert um það að vita, og því var það ekki hluti af uppgjöri þrotabús Björgólfs.
„Þó Björgólfur hafi ekki verið skráður eigandi félagsins þá var hann með prókúrumboð fyrir það og gat ráðstafað eignum þess þar af leiðandi. Félögin sem tengjast Björgólfi í Panamagögnunum eru miklu fleiri en þrjú eða fjögur, þó hann hafi kannski ekki verið skráður sem eigandi þeirra.“(Það er greinilega munur að eiga banka, því bankinn sem ég á í viðskiptum við hnippir í mig þegar ég er komin nokkra hundraðkalla yfir á reikningnum mínum. Hvað þá ef skuldirnar væru orðnar þúsund sinnum meiri en eignir mínar.)
„Skiptum á þrotabúi Björgólfs Guðmundssonar lauk í maí árið 2014. Rúmlega 85 milljarða króna kröfum var lýst í búið og voru um 80 milljóna króna eignir í því. Um er að ræða eitt stærsta gjaldþrot einstaklings í heiminum.“
Í grein Stundarinnar er sagt frá lánveitingum Landsbankans í Lúxemborg til félaga tengdum feðgunum „og er meðal annars greint frá þeim að hluta í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Rannsóknarnefndin bjó hins vegar yfir afar takmörkuðum upplýsingum um þessar lánveitingar eins og fram kemur í skýrslunni.“ Þar á meðal eru lán upp á samtals um 3,6 milljarða.
„Þessi lán voru aldrei greidd til baka og í Panamaskjölunum er ekki að finna neinar upplýsingar um hvert þessir peningar fóru.“Þeir skyldu þó ekki hafa farið í startkapítal fyrir Björgólf litla Thor þegar hann var að gíra sig upp í að verða aftur ríkasti maður Íslands?
Efnisorð: hrunið, sjálfstæðismenn
<< Home