Eldhúsdagsskaup
Um helgina sýndi Ríkissjónvarpið Áramótaskaupið frá árinu 2009. Þetta er sennilega besta Skaup sem gert hefur verið, og ég gladdist mjög að sjá það aftur. En á síðustu mínútum skaupsins hvolfdust yfir mig vonbrigði. Þessir fjárglæframenn, sem þar voru sýndir sitjandi við borð að skipta Nýja-Íslandi á milli sín, eru meira og minna enn stórir kallar í fjármálalífinu. Og hafa notað aflandsfélagapeningana sína (Björgólfur Thor sagði peningana hafa farið til „money heaven“ en átti kannski frekar við „haven“ [skjól]) til að kaupa upp Ísland — aftur.
Vonbrigði mín sneru ekki síst að þeim fjölda fólks sem stendur enn með Sjálfstæðisflokknum, fílar enn Bjarna Ben og Davíð Oddsson. En ekki síður samfélaginu í heild fyrir að ná ekki að koma í veg fyrir að þessir menn blekki okkur aftur, og þess í stað stýri viðhorf þeirra að miklu leyti þjóðlífinu.
Eldhúsdagsumræður kvöldsins fóru að mestu framhjá mér. Þó staldraði ég við ræðu Óttarrs Proppé, sérstaklega það sem hann sagði um Panamaskjölin.
Vonbrigði mín sneru ekki síst að þeim fjölda fólks sem stendur enn með Sjálfstæðisflokknum, fílar enn Bjarna Ben og Davíð Oddsson. En ekki síður samfélaginu í heild fyrir að ná ekki að koma í veg fyrir að þessir menn blekki okkur aftur, og þess í stað stýri viðhorf þeirra að miklu leyti þjóðlífinu.
Eldhúsdagsumræður kvöldsins fóru að mestu framhjá mér. Þó staldraði ég við ræðu Óttarrs Proppé, sérstaklega það sem hann sagði um Panamaskjölin.
„Íslendingar hefðu rétt verið farnir að draga andann eftir efnahagshrun og trúað því að þeir væru komnir vel á veg - afhjúpanir Panamaskjalanna hefðu verið eins og högg í magann.“Afhjúpun Panamaskjalanna var jafnframt afhjúpun á gamalli sviðsmynd úr Skaupinu. Við virðumst föst þar. Og það er ekki fyndið.
<< Home