Frumvarp til millifærslu þátttökukostnaðar notenda heilbrigðisþjónustu
85 þúsund undirskriftir þeirra sem vilja eflingu heilbrigðiskerfisins voru afhentar með viðhöfn í gær. Fundinn sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi og allir voru eða þóttust vera himinlifandi með framtakið. Bjarni Ben og Sigurður Ingi gerðu sig heilaga í framan og þóttust vera sammála því að auka framlög til heilbrigðismála, en Kári Stefánsson og allir þeir sem skrifuðu undir áskorunina um endurreisn heilbrigðiskerfisins fara fram á að 11% af vergri landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Einhverra hluta vegna segir mér svo hugur að það eina sem bætist við framlög til heilbrigðismála verði vegna byggingaframkvæmda við Hringbraut.
Á frídegi verkalýðsins — þegar heilbrigðisstarfsmenn mæta til vinnu eins og aðra daga, og fólk veikist og slasast alveg án tillits til hvaða dagur er — er mikilvægt að leggja áherslu á aðgengi allra án efnahags að heilbrigðiskerfinu, og er þá átt við bæði læknisþjónustu, rannsóknir og lyf.
Núverandi kerfi er svo íþyngjandi að 30% landsmanna sækja sér ekki nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Helsti galli þess er að ekkert þak er á heildarkostnaði sjúklinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um greiðsluþátttöku (sem heitir reyndar fullu nafni Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (hámarksgreiðslur sjúkratryggðra og þjónustustýring)) sem taka á þessum helsta galla núverandi kerfis.
Samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu mun notandi (þ.e. sjúklingurinn) greiða að hámarki 95.200 á ári fyrir heilbrigðisþjónustu en þó aldrei meira en 33.600 á ári. Þá á viðkomandi reyndar alveg eftir að borga fyrir lyfin sín því lyfjakostnaður er ekki inni í þessu kerfi. Upphaflega var það þó verkefni nefndar sem núverandi heilbrigðisráðherra skipaði að „kanna hvort og hvernig megi fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag.“ Niðurstaðan var sú að lyfjakostnaður verður ekki með í nýja greiðsluþátttökukerfinu, heldur er óbreyttur frá núverandi þrepakerfi þar sem notendur borga mest fyrst á árinu og svo lækkar kostnaðurinn.
Nefndin skoðaði líka „hvort heilbrigðisþjónusta barna skyldi vera gjaldfrjáls eða ekki. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti gjaldtöku vegna barna í nýju greiðsluþátttökukerfi.“ Í frumvarpinu er reyndar gert ráð fyrir að hámarksgreiðsla verði lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum (hámarkið fyrir lífeyrisþega og aldraða verður 63.500 krónur). Nýja kerfið hefur þær afleiðingar í för með sér að þeim sjúklingum sem greiða yfir 90 þúsund krónur í heilbrigðisþjónustu á ári fækkar en það fjölgar í hópi þeirra sem greiða þrjátíu til 89 þúsund krónur á ári. Þetta á einnig við um lífeyrisþega. Þeim fjölgar sem greiða á bilinu frá þrjátíu til 60 þúsund krónum á ári en þeim fækkar sem greiða yfir 60 þúsund krónur.
Þá hækkar gjald fyrir heimsókn til sérfræðilækna, og munu þeir sem ekki hafa áunnið sér rétt til afsláttar í nýja kerfinu greiða heildarverð fyrir komu til sérfræðilæknis samkvæmt gjaldskrá, þ.e. án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
- Núna greiðir sjúklingur almennt 6.576 krónur fyrir viðtal og skoðun hjá sérfræðilækni, t.d. meltingarlækni, lungnalækni, gigtarlækni og hjartalækni. Samkvæmt frumvarpinu hækkar verðið í 7.891 krónu.
- Viðtal, skoðun og krabbameinsstroksýni hjá kvensjúkdómalækni kostar nú 6.943 en hækkar í 8.808 krónur.
- Viðtal og skoðun hjá háls-, nef- og eyrnalækni kostar nú 7.530 en hækkar í 10.276 krónur.
- Viðtal og skoðun hjá krabbameinslækni kostar nú 7.677 en hækkar í 10.643 krónur.
- Klukkustundarviðtal við geðlækni hækkar úr 9.292 í 14.680 krónur.
Ekkert tillit er þó tekið til ráðstöfunartekna þeirra sem greiða eiga fyrir læknisþjónustuna, hvort sem leitað er til heilsugæslu eða sérfræðings. Þannig lendir tekjulágt fólk sem á við margvíslegan heilsufarsvanda að stríða eða langvinna sjúkdóma sem þarfnast mikilla eða stöðugra lyfja ekkert síður í vandræðum vegna fjárútláta en áður. Þá er sálfræðiþjónusta ekki innan kerfisins frekar en fyrri daginn, en mörgum sem eiga við heilbrigðisvanda að stríða getur reynst nauðsynlegt að fá sálfræðihjálp, og hefur t.a.m. félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu bent á að sálfræðikostnaður geti reynst krabbameinsveikum þungur baggi.
Geðlæknar gera einnig athugasemdir við frumvarpið og segja að „samkvæmt frumvarpinu hækki fyrsta greiðsla á viðtali til geðlæknis um nærri sjö þúsund krónur. Millitekjufólk sé í töluverðum vandræðum með að greiða það núna, hvað þá lífeyrisþegar eða láglaunafólk“. Þeir eru, eins og aðrir, ánægðir með að sett sé þak á kostnað sjúklinga en að öðru leyti sé frumvarpið gallað.
Undir þetta taka fleiri, s.s. prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem bendir á að heilbrigðiskostnaður meirihluta landsmanna kemur til með að hækka. Hann hefði viljað sjá stjórnvöld fara aðra leið, setja aukið fjármagn inn í kerfið í stað þess að færa það til innan þess. Fjármunir séu færðir frá ákveðnum hópi sjúklinga til annars.
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur sem var í góðu viðtali í Samfélaginu (sem er hægt að hlusta á hér) bendir á að
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna skrifaði reyndar pistil í helgarblað DV sem segir allt það sem segja þarf í þessu máli án nokkurra málalenginga. Hann hljóðar svo, með fyrirvara um ásláttarvillur.
Læknisþjónusta án tillits til efnahags ætti að vera ósk allra sem héldu frídag verkalýðsins hátíðlegan í dag.
Á frídegi verkalýðsins — þegar heilbrigðisstarfsmenn mæta til vinnu eins og aðra daga, og fólk veikist og slasast alveg án tillits til hvaða dagur er — er mikilvægt að leggja áherslu á aðgengi allra án efnahags að heilbrigðiskerfinu, og er þá átt við bæði læknisþjónustu, rannsóknir og lyf.
Núverandi kerfi er svo íþyngjandi að 30% landsmanna sækja sér ekki nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Helsti galli þess er að ekkert þak er á heildarkostnaði sjúklinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um greiðsluþátttöku (sem heitir reyndar fullu nafni Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (hámarksgreiðslur sjúkratryggðra og þjónustustýring)) sem taka á þessum helsta galla núverandi kerfis.
Samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu mun notandi (þ.e. sjúklingurinn) greiða að hámarki 95.200 á ári fyrir heilbrigðisþjónustu en þó aldrei meira en 33.600 á ári. Þá á viðkomandi reyndar alveg eftir að borga fyrir lyfin sín því lyfjakostnaður er ekki inni í þessu kerfi. Upphaflega var það þó verkefni nefndar sem núverandi heilbrigðisráðherra skipaði að „kanna hvort og hvernig megi fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag.“ Niðurstaðan var sú að lyfjakostnaður verður ekki með í nýja greiðsluþátttökukerfinu, heldur er óbreyttur frá núverandi þrepakerfi þar sem notendur borga mest fyrst á árinu og svo lækkar kostnaðurinn.
Nefndin skoðaði líka „hvort heilbrigðisþjónusta barna skyldi vera gjaldfrjáls eða ekki. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti gjaldtöku vegna barna í nýju greiðsluþátttökukerfi.“ Í frumvarpinu er reyndar gert ráð fyrir að hámarksgreiðsla verði lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum (hámarkið fyrir lífeyrisþega og aldraða verður 63.500 krónur). Nýja kerfið hefur þær afleiðingar í för með sér að þeim sjúklingum sem greiða yfir 90 þúsund krónur í heilbrigðisþjónustu á ári fækkar en það fjölgar í hópi þeirra sem greiða þrjátíu til 89 þúsund krónur á ári. Þetta á einnig við um lífeyrisþega. Þeim fjölgar sem greiða á bilinu frá þrjátíu til 60 þúsund krónum á ári en þeim fækkar sem greiða yfir 60 þúsund krónur.
Þá hækkar gjald fyrir heimsókn til sérfræðilækna, og munu þeir sem ekki hafa áunnið sér rétt til afsláttar í nýja kerfinu greiða heildarverð fyrir komu til sérfræðilæknis samkvæmt gjaldskrá, þ.e. án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
- Núna greiðir sjúklingur almennt 6.576 krónur fyrir viðtal og skoðun hjá sérfræðilækni, t.d. meltingarlækni, lungnalækni, gigtarlækni og hjartalækni. Samkvæmt frumvarpinu hækkar verðið í 7.891 krónu.
- Viðtal, skoðun og krabbameinsstroksýni hjá kvensjúkdómalækni kostar nú 6.943 en hækkar í 8.808 krónur.
- Viðtal og skoðun hjá háls-, nef- og eyrnalækni kostar nú 7.530 en hækkar í 10.276 krónur.
- Viðtal og skoðun hjá krabbameinslækni kostar nú 7.677 en hækkar í 10.643 krónur.
- Klukkustundarviðtal við geðlækni hækkar úr 9.292 í 14.680 krónur.
Ekkert tillit er þó tekið til ráðstöfunartekna þeirra sem greiða eiga fyrir læknisþjónustuna, hvort sem leitað er til heilsugæslu eða sérfræðings. Þannig lendir tekjulágt fólk sem á við margvíslegan heilsufarsvanda að stríða eða langvinna sjúkdóma sem þarfnast mikilla eða stöðugra lyfja ekkert síður í vandræðum vegna fjárútláta en áður. Þá er sálfræðiþjónusta ekki innan kerfisins frekar en fyrri daginn, en mörgum sem eiga við heilbrigðisvanda að stríða getur reynst nauðsynlegt að fá sálfræðihjálp, og hefur t.a.m. félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu bent á að sálfræðikostnaður geti reynst krabbameinsveikum þungur baggi.
Geðlæknar gera einnig athugasemdir við frumvarpið og segja að „samkvæmt frumvarpinu hækki fyrsta greiðsla á viðtali til geðlæknis um nærri sjö þúsund krónur. Millitekjufólk sé í töluverðum vandræðum með að greiða það núna, hvað þá lífeyrisþegar eða láglaunafólk“. Þeir eru, eins og aðrir, ánægðir með að sett sé þak á kostnað sjúklinga en að öðru leyti sé frumvarpið gallað.
„Það er í rauninni ekki hægt að sjá neina aðra jákvæða hluti við þetta frumvarp í sjálfu sér. Það er í sjálfu sér nauðsynlegt að hafa þetta greiðsluþak því fyrir ákveðinn hóp einstaklinga hefur myndast kostnaður sem er einfaldlega fráleitur vegna læknisþjónustu í samfélagi þar sem við viljum vera með samtryggingu fyrir borgara sem verða fyrir þungum og óbærilegum veikindum.“
Undir þetta taka fleiri, s.s. prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem bendir á að heilbrigðiskostnaður meirihluta landsmanna kemur til með að hækka. Hann hefði viljað sjá stjórnvöld fara aðra leið, setja aukið fjármagn inn í kerfið í stað þess að færa það til innan þess. Fjármunir séu færðir frá ákveðnum hópi sjúklinga til annars.
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur sem var í góðu viðtali í Samfélaginu (sem er hægt að hlusta á hér) bendir á að
„frumvarpið geti bitnað á ákveðnum samfélagshópum sem séu illa búnir undir aukin kostnað og nefnir í því sambandi bæði lífeyrisþega og konur. „Konur nota hlutfallslega heilbrigðisþjónustu meira en karlmenn“, segir Gunnar. Þær séu líka tekjulægri en karlmenn.“Gunnar vann skýrslu um greiðsluþátttökukerfið fyrir Öryrkjabandalagið. (Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að bandalagið hafi ekki fengið að koma að mótun frumvarpsins þótt tillögurnar séu skref í rétta átt. Þakið þurfi að lækka og fella þyrfti fjölbreyttari heilbrigðisþjónustu undir það.) Í skýrslunni kemur m.a. fram að á tuttugu ára tímabili, frá 1984-2014 jukust heilbrigðisútgjöld heimilanna um 275% á föstu verðlagi. Á sama tíma hækkuðu útgjöld hins opinbera vegna heilbrigðismála um 97%. Kostnaðurinn hefur færst frá hinu opinbera til almennings. Í frétt Stundarinnar segir jafnframt:
„Sá hópur aldraðra og öryrkja sem þarf sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda mun þurfa að borga hálfum milljarði meira fyrir þjónustuna á ári hverju ef fyrirhugaðar breytingar á greiðsluþátttökukerfinu í heilbrigðisþjónustu verða að veruleika. Hið opinbera mun ekki leggja nýja kerfinu til aukið fjármagn heldur flytja kostnað milli sjúklingahópa. Gert er ráð fyrir að kostnaður þeirra 15 prósenta sjúklinga sem nota þjónustuna mest muni lækka og að kostnaðurinn dreifist á hin 85 prósentin.“Þarna liggur vandinn. Í stað þess að ríkið leggi meira fram til heilbrigðiskerfisins, er kostnaður við að nota kerfið færður frá einum hópi (þeim sem nota kerfið mest) til annars (þeir sem nota það minna) burtséð frá efnahagslegum aðstæðum hvers og eins. Réttlátara kerfi væri að allir skattgreiðendur borguðu eftir efnum og ástæðum skatt sem niðurgreiddi eða greiddi að fullu „þátttökukostnað“ þeirra sem þurfa á læknisaðstoð að halda.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna skrifaði reyndar pistil í helgarblað DV sem segir allt það sem segja þarf í þessu máli án nokkurra málalenginga. Hann hljóðar svo, með fyrirvara um ásláttarvillur.
„Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að þak verði sett á greiðsluþátttöku sjúklinga við lækniskostnað upp á 95 þúsund krónur. Lyfjakostnaður er ekki inni í þessari jöfnu en þar var innleitt svipað kerfi fyrir nokkrum árum og þak sett á lyfjakostnað upp á 65 þúsund krónur. Ætlunin er ekki að setja aukna fjármuni í þetta verkefni heldur jafna kostnaði á milli sjúklinga sem vissulega er þarft mál. Allir sem fylgst hafa með fréttum af óheyrilega háum kostnaði langveikra sjúklinga hafa skilning á þeirri meginhugmynd. Hins vegar hefur greiðsluþátttaka sjúklinga tvöfaldast á undanförnum þrjátíu árum og við því þarf að bregðast.
Nýleg skýrsla, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið sýnir að ekki þarf mikla fjármuni í hinu stóra samhengi til að lækka þetta þak svo um munar. Fyrir sex og hálfan milljarð mætti gera þá þjónustu gjaldfrjálsa sem hinu nýja kerfi er ætlað að ná til. Það væri stórkostlegur áfangi því kostnaður við læknisþjónustu er raunverulegt vandamál fyrir allt of marga og það eru allt of mörg dæmi um að fólk fresti eða sleppi læknisheimsóknum vegna þess að það hefur ekki efni á þeim. Slíkt á ekki að þekkjast í einu af ríkustu samfélögum heims sem hefur lagt kreppu að baki.
Inni í kerfinu sem nú er til umræðu eru síðan ekki þættir sem tvímælalaust eiga heima þar eins og tannlækningar og sálfræðiþjónusta en hvort tveggja á að vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu getur til dæmis skipt sköpum ef ná á árangri í geðheilbrigðismálum sem eru mikið áhyggjuefni, ekki síst hjá ungu fólki. Þá hefur lengi verið markmið að bæta tannheilsu Íslendinga og mikilvægt skref að því markmiði er að tannlækningar verði hluti af hinu almenna kerfi.
Einhver kynni að spyrja hvar ætti að taka fjármunina. Svarið er að það er vel gerlegt að afla tekna til að ná þessum markmiðum — til dæmis má endurskoða álagningu veiðigjalda sem hafa verið lækkuð um tugi milljarða á þessu kjörtímabili. Taka má upp auðlegðarskatt á nýjan leik en hann skilaði rúmum tíu milljörðum á ári hverju. Og þá er ekki minnst á skattaundanskot en embætti Ríkisskattstjóra áætlar að þau nemi 80 milljörðum á ári hverju. Með aukinni áherslu á skattrannsóknir og skatteftirlit má áætla að verulega sé hægt að auka tekjur ríkisins og tryggja um leið sanngjarna þátttöku allra í samfélaginu.
Heilbrigðismálin eru ofarlega í huga Íslendinga. Nægir þar að minna á að 86 þúsund manns hafa skrifa undir kröfu um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar. Ljóst er líka að útgjöld til þessa málaflokks eiga eftir að aukast, þó ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Því skiptir miklu máli að forgangsraða fjármunum vel sem renna til heilbrigðisþjónustunnar. Forgangsverkefni er að gera þjónustuna gjaldfrjálsa en verkefnin eru vissulega mörg. Meiri fjármuni þarf að leggja í rekstur Landspítalans og uppbyggingu húsnæðis. Þá skiptir máli að efla sjúkraflutninga um land allt. En fyrsta skrefið á að vera að allir geti sótt sér læknisþjónustu án tillits til efnahags. Það er eitt af því sem gerir samfélagið betra.“
Læknisþjónusta án tillits til efnahags ætti að vera ósk allra sem héldu frídag verkalýðsins hátíðlegan í dag.
Efnisorð: heilbrigðismál, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, pólitík, Verkalýður
<< Home