Fréttablaðið fellur á prófinu
Leiðari Fréttablaðsins í gær var skrifaður af Fanneyju Birnu Jónsdóttur og fjallaði um hjólreiðar. Nú voru hjólreiðar sannarlega ræddar í vikunni og margir sögðu frá hjólreiðamönnum sem virðast hafa það að markmiði sínu að hrella gangandi vegfarendur (sjá frétt og athugasemdakerfi hér) og að öllu jöfnu hefði ég verið býsna sátt við leiðara Fanneyjar, enda fara kappaksturshjólamenn verulega í taugarnar á mér. En þessi leiðari Fréttablaðsins var nú samt einstaklega illa tímasettur, og ég trúi varla að hjólreiðamál hafi brunnið svo á Fanneyju að hún hafi ekki getað skrifað nýjan leiðara um nýjustu afhjúpun panamaskjalanna.
Kannski er ástæðan sú að starfsfólk 365 miðla hafi ekkert verið varað við. Að Ingibjörg og Jón Ásgeir hafi ekki notað tímann frá því að kastljós-panamaskjalaþátturinn var sýndur til að skýra starfsfólki sínu frá því að nöfn þeirra væru einnig á skrá hjá Mossack Fonseca, þau hefðu farið í svipaðan strútsfeluleik og fyrrverandi forsætisráðherra sem vikum saman þagði yfir sjónvarpsviðtali sem hann vissi að myndi fletta ofan af honum og gera allt vitlaust. Fréttablaðið hefði getað verið tilbúið með stór viðtöl við Jón Ásgeir og Ingibjörgu, annaðhvort hreinskilin og iðrunarfull (hah!) eða með missennilegum útskýringum og undanbrögðum (öllu sennilegra), og prentað á forsíðu og fyllt blaðið. En eigendur blaðsins, samkvæmt þeirri einu frétt sem birt var í gær (sem var ágæt útaf fyrir sig) létu ekki ná í sig, „engin svör bárust“ við fyrirspurnum blaðamanns. Og nú er ekki lengur hægt að segja að starfsfólk 365 miðla viti ekki um skattaskjól eigenda sinna.
Svo kemur blaðið í dag. Leiðari Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda og aðalritstjóra, er um landbúnaðarkerfið! Þvílík þrælslund, þvílíkt hneyksli.
Kaldhæðnislegast af öllu eru lokaorð leiðarans
Kannski er ástæðan sú að starfsfólk 365 miðla hafi ekkert verið varað við. Að Ingibjörg og Jón Ásgeir hafi ekki notað tímann frá því að kastljós-panamaskjalaþátturinn var sýndur til að skýra starfsfólki sínu frá því að nöfn þeirra væru einnig á skrá hjá Mossack Fonseca, þau hefðu farið í svipaðan strútsfeluleik og fyrrverandi forsætisráðherra sem vikum saman þagði yfir sjónvarpsviðtali sem hann vissi að myndi fletta ofan af honum og gera allt vitlaust. Fréttablaðið hefði getað verið tilbúið með stór viðtöl við Jón Ásgeir og Ingibjörgu, annaðhvort hreinskilin og iðrunarfull (hah!) eða með missennilegum útskýringum og undanbrögðum (öllu sennilegra), og prentað á forsíðu og fyllt blaðið. En eigendur blaðsins, samkvæmt þeirri einu frétt sem birt var í gær (sem var ágæt útaf fyrir sig) létu ekki ná í sig, „engin svör bárust“ við fyrirspurnum blaðamanns. Og nú er ekki lengur hægt að segja að starfsfólk 365 miðla viti ekki um skattaskjól eigenda sinna.
Svo kemur blaðið í dag. Leiðari Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda og aðalritstjóra, er um landbúnaðarkerfið! Þvílík þrælslund, þvílíkt hneyksli.
Kaldhæðnislegast af öllu eru lokaorð leiðarans
„Það á að nota tækifærið og brjóta upp staðnað kerfi, sem enginn hagnast á — nema hugsanlega þeir sem lifa á því að viðhalda óbreyttu ástandi.“Væri Kristín Þorsteinsdóttir þingmaður fengi hún eflaust mörg rauð spjöld á Austurvelli.
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið
<< Home