Jón Ásgeir kannast líklega enn ekkert við Tortóla
Minnst hissavaldandi frétt aprílmánaðar hlýtur að vera sú sem hefur tröllriðið öllum fjölmiðlum í dag (nema 365 miðlum): að nöfn Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálmadóttur sé að finna í panamaskjölunum. Það háttar reyndar eins um þau og fyrrverandi forsætisráðherrahjónin: hún er skráð fyrir öllu saman en hann með prókúru.
Til að kynna sér alla þá félaganafnaflækju sem Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa reynt að fela sig bakvið er einfaldast að lesa grein Þórðar Snæs Júlíussonar á Kjarnanum sem nær að gera þetta allt mjög auðskilið. Þar segir m.a.:
___
* Ég hef skrifað nokkra pistla um hvernig Fréttablaðinu hefur verið beitt í þágu eigenda sinna. Vek nú sérstaklega athygli á tveimur þeirra. Sá fyrri er frá 2012, þar segir frá því er Ingibjörgu sjálfri var fagurlega lýst á síðum blaðsins. Hinn er frá 2014 og fjallar um Aurum málið en þar er einnig komið inn á leiðara eftir þáverandi ritstjóra Fréttablaðsins þar sem hann hrósaði syni Ingibjargar og auglýsir fyrirtæki hans í leiðinni. Fyrirtækið er Sports Direct — sem nú hefur komið í ljós að kemur við sögu í panamaskjölunum, því „eignarhald og fjármögnun á Sports Direct á Íslandi er að hluta til tengt Guru Invest í Panama. Eigandi þess félags er Ingibjörg Pálmadóttir“.
Til að kynna sér alla þá félaganafnaflækju sem Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa reynt að fela sig bakvið er einfaldast að lesa grein Þórðar Snæs Júlíussonar á Kjarnanum sem nær að gera þetta allt mjög auðskilið. Þar segir m.a.:
„Þrátt fyrir að Ingibjörg hafi sjálf verið umsvifamikill fjárfestir fyrir hrun og tekið þátt í mörgum áhættusömum fjárfestingaævintýrum í slagtogi við eiginmann sinn eða ein síns liðs þá virðist hún hafi komið nokkuð vel utan hrunvetrinum. Að minnsta kosti hefur henni tekist að halda mörgum af sínum helstu eignum á Íslandi og í krafti auðs síns tekið yfir aðrar eignir, sem Jón Ásgeir átti áður en lenti í erfiðleikum með að halda vegna þrýstings kröfuhafa, rannsókna sérstaks saksóknara og uppþornaðs lánshæfis. Þar ber helst að nefna stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, 365 miðla, sem Ingibjörg tók yfir eftir að Jón Ásgeir hafði tryggt sér áframhaldandi stjórn á því vikurnar eftir bankahrunið.“Önnur grein sem vert er að lesa er leiðari Stundarinnar sem skrifaður er af Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Hún lýsir nýliðnum forsætisráðherraskiptum og framboði sitjandi forseta, og snýr sér síðan að ábyrgð fjölmiðla.
„Fjölmiðlum mistókst að veita nauðsynlegt aðhald í aðdraganda hrunsins, þegar þeir voru flestir í eigu hagsmunaaðila og tóku þátt í að móta jákvæða ímynd gagnvart bönkum sem síðan hrundu. Enda voru niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis á þá leið að efla þyrfti sjálfstæði ritstjórna, setja eignarhaldi mörk og upplýsa um eigendur fjölmiðla.Í dag hafa 365 miðlar verið þöglir um uppljóstrunina um aðaleiganda sinn og eiginmann hennar.* Ein skitin frétt, örstutt. Fróðlegt verður að sjá Fréttablaðið á morgun og hvort Kristín Þorsteinsdóttir skrifar leiðarann eða hvað hún segir.
Í því ljósi var vont að lesa leiðara aðalritstjóra 365, í víðlesnasta blaði landsins, sem dreift er frítt inn á hvert heimili, um að „dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveimur skjöldum“ væru „í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu“ þegar hann hafði orðið uppvís að óheiðarleika og hagsmunaárekstri.
[…]
365 miðlar eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannssonar, en þau hjónin földu sjálf eignir í skattaskjólum eftir aðkomu sína að efnahagshruninu, afskriftir og afsökunarbeiðni, auk fullyrðinga um að hann ætti nóg fyrir Diet Coke og ekkert á Tortóla.
Aðalritstjóri fyrirtækisins hefur lengi starfað náið með þeim hjónum og gagnrýnt rannsóknir á efnahagsglæpum, eins og Jón Ásgeir hefur sætt. Þegar hann tók til starfa hættu báðir ritstjórar Fréttablaðsins með varnarorðum um inngrip, en 365 miðlar hafa síðan verið leiðandi í gagnrýni á dómskerfið í efnahagsbrotamálum.
Reynslan sýnir að það er ekki umræðan um hagsmuni sem er fárveik, heldur hagsmunirnir sjálfir sem brengla umræðuna.“
___
* Ég hef skrifað nokkra pistla um hvernig Fréttablaðinu hefur verið beitt í þágu eigenda sinna. Vek nú sérstaklega athygli á tveimur þeirra. Sá fyrri er frá 2012, þar segir frá því er Ingibjörgu sjálfri var fagurlega lýst á síðum blaðsins. Hinn er frá 2014 og fjallar um Aurum málið en þar er einnig komið inn á leiðara eftir þáverandi ritstjóra Fréttablaðsins þar sem hann hrósaði syni Ingibjargar og auglýsir fyrirtæki hans í leiðinni. Fyrirtækið er Sports Direct — sem nú hefur komið í ljós að kemur við sögu í panamaskjölunum, því „eignarhald og fjármögnun á Sports Direct á Íslandi er að hluta til tengt Guru Invest í Panama. Eigandi þess félags er Ingibjörg Pálmadóttir“.
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið
<< Home