föstudagur, apríl 29, 2016

Góðu fréttirnar eru þó að tveir nauðgarar voru dæmdir í fangelsi

Tveir skjólstæðinga Vilhjálms H. Vilhjálmssonar yngri voru dæmdir í Hæstarétti í gær. Annar þeirra, Andri Karl Elínarson Ásgeirsson, var dæmdur til að sitja 2 ár í fangelsi fyrir nauðgun. Hinn, Magnús Óskarsson, var dæmdur til að sitja í fangelsi í 4 ár fyrir nauðgun.

Tveir aðrir skjólstæðingar Vilhjálms eru nú með fulltingi hans að hóta málsókn ef þeir fá ekki afsökunarbeiðni og skaðabætur frá þeim sem tjáðu sig um Hlíðamálið. Áður hafði Vilhjálmur kært konurnar sem sakað höfðu mennina um kynferðisbrot. Nú ætlar Vilhjálmur að ná því fram með fjárkúgun sem ekki tókst í dómssölum.

Erfitt á ég með að trúa að nokkur maður með sómakennd leiti liðsinnis Vilhjáms H. Vilhjálmssonar. Enda hefur hann alveg ákveðna gerð af skjólstæðingum.

Efnisorð: ,