Greinargerð V
Nú er komin ein af þessum þriggja daga helgum sem eru upplagðar til lesturs. Hér er bent á góðar greinar, sögur og pistla, sem stæla hnefann og hvessa brýrnar.
Byrjað er á Gauta Eggertssyni sem fjallar um sölu ríkiseigna sem er framundan.
Blankheit kenndu Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur virði peninga á hátt sem hún hefði annars ekki lært. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir sem þekkja ekki þann veruleika séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir sem varða fjárhag okkar allra? (úr kynningu Stundarinnar á pistli Þórdísar.)
Enn er vitnað í Stundina. (Bráðum fer ég að rukka Stundina fyrir að mæla með pistlum sem birtast þar.) Þótt Ólafur Ragnar hafi dregið til baka framboð sitt og muni því líklega ekki sitja fleiri ár í embætti forseta, er vert að lesa fyrirtaks umfjöllun Jóhannesar Benediktssonar um siðareglur ráðherra og forseta Íslands. Ekki síst vegna þess að tildæmis í forsíðuviðtali Fréttablaðsins í dag (og ýmsum öðrum viðtölum um þessar mundir) er Ólafur Ragnar í óða önn að endurskrifa söguna um hversvegna hann hætti við (o.s.frv. ). Rétt eins og annar forsetaframbjóðandi sem hefur verið útí móa undanfarin ár að skrifa uppá nýtt söguna af því hvernig og afhverju íslenska bankakerfið hrundi, er Ólafur Ragnar að reyna að láta líta út fyrir að hann hafi bæði boðið sig fram og dregið sig til baka af allt öðrum ástæðum en þeim sem blasa við. Svo er líka hollt að rifja upp furðulega stæla hans við Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra þegar hún var að reyna að fá hann til að setja forsetaembættinu siðareglur.
Leiðari Jóns Trausta Reynissonar hjá Stundinni er skrifaður þegar Ólafur Ragnar var enn í framboði. Margt sem var skrifað á þeim tíma hefur úrelst (og margir góðir brandarar hafa farið forgörðum) en leiðarinn er enn verðugt lesefni.
Skal þá tekið upp léttara hjal.
Sævar Finnbogason rekur sögu sem hann fékk ekki útgefna vegna þess hve ótrúleg hún þykir. Hefst hún á þessa leið:
Af alls óskyldu tilefni er skemmtilegt að rifja upp grein um Davíð Oddsson eftir Hannes Hólmstein sem hann birti í Morgunblaðinu — nei ekki sú sem birtist um daginn — þessi er frá 1998 þegar Davíð varð fimmtugur. Þá var auðvitað gott tilefni til að rifja upp feril átrúnaðargoðsins.
En úr því að Dabbi Grensás er til umræðu þá var í „Hisminu“, hlaðvarpi Kjarnans, rifjuð upp gömul saga af höfuðandstæðingum hans á sinni tíð: fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs. NFS sjónvarpsstöðin (í eigu Jón Ásgeirs) ætlaði að vera með beina útsendingu frá Þingvöllum 5. júní 2006 þegar Halldór Ásgrímsson sagði af sér formennsku. Útsendingin klikkaði en allt var tekið upp, og til þess að koma upptökunni sem fyrst til Reykjavíkur var fengin þyrla til að sækja upptökuna.
Þyrluflugmaðurinn — hugsanlega uppá eigin spýtur en hugsanlega vegna skipunar frá leigutaka — lenti sisvona á þjóðargrafreitnum. Varð þetta til að flýta útsendingu fréttarinnar lítillega, enda ekki lengi verið að aka milli Þingvalla og Reykjavíkur. Fyrir gleymna lesendur er hægt að sjá nokkrar myndir af þessum fáheyrða viðburði á síðu Sivjar Friðleifsdóttur, (ég þori ekki að birta þær því hún stranglega bannar það). Svo hér eru 1, 2, 3, hlekkir á myndirnar.
Og er þar með helginni bjargað.
Byrjað er á Gauta Eggertssyni sem fjallar um sölu ríkiseigna sem er framundan.
„Ísland er dásamlegt land, með mikinn mannauð og ótrúlegar náttúruauðlindir. Ég held að Íslendingar séu í grunninn ærlegir og ákaflega vinnusamir. En mig grunar að landið gæti verið í svo miklu betri efnahagslegri stöðu ef að minna væri um frændhygli. Ef það væri ekki svona óskaplega mikilvægt að vera besti vinur eða frændi aðal. Því þegar þær aðstæður eru uppi, beinir fólk kröftum sínum í vitlausar áttir, bæði í pólitíkinni og þjóðfélaginu öllu. Og öll umræða litast af þessu, ekki síst fjölmiðlanna, því að svo miklir hagsmunir eru undir því komnir að eiga vini á réttum stöðum. Eða eins og Styrmir Gunnarsson orðaði það svo eftirminnilega, en hann er sá maður sem segja má að fylgst best með stjórnmálum íslenskum úr innsta hring: „Ég er búinn að fylgjst með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Þessi lýsing rímar vel við þjóðfélag þar sem rentusókn í gegnum stjórnmálalíf er ein megin leiðin til þess að verða ríkur.Pistill Gauta er hér í fullri lengd.
Framundan eru gífurleg sala ríkiseigna svo nemur hundruðum milljarða í kjölfar uppgjörs þrotabús bankanna. Þetta er fordæmalaust. Við vitum hvernig bankarnir voru seldir síðast. Með grófri einföldun gerðist það svona samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis: Einn ríkisbankinn var seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Og kaupendurnir voru nátengdir stjórnmálaflokkunum sem voru við völd.“
Blankheit kenndu Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur virði peninga á hátt sem hún hefði annars ekki lært. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir sem þekkja ekki þann veruleika séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir sem varða fjárhag okkar allra? (úr kynningu Stundarinnar á pistli Þórdísar.)
„Auðvaldsstjórnir víða um heim hafa einkavætt náttúruauðlindir og grunnþjónustu og úthlutað til útvalinna einstaklinga sem verða stjarnfræðilega ríkir, hvort sem kvótinn er í formi olíu, fjarskipta eða fisksins í sjónum. Til að drýgja hlutinn enn frekar hafa þeir ekki þurft að greiða í sameiginlega sjóði nema að takmörkuðu leyti. Vestanhafs hefur þróunin verið sú undanfarna áratugi að þingmenn tilheyra í vaxandi mæli ríkasta eina prósenti þjóðarinnar. Þá er ekki að undra að á sama tíma hefur samneysla dregist verulega saman, ríkasta eina prósentið hefur fengið ríkulegar skattaívilnanir og tennurnar hafa verið dregnar úr ríkisvaldinu með lögum og regluverki sem veikir eftirlit og tryggir jafnframt auð þeirra sem mest eiga.“
Enn er vitnað í Stundina. (Bráðum fer ég að rukka Stundina fyrir að mæla með pistlum sem birtast þar.) Þótt Ólafur Ragnar hafi dregið til baka framboð sitt og muni því líklega ekki sitja fleiri ár í embætti forseta, er vert að lesa fyrirtaks umfjöllun Jóhannesar Benediktssonar um siðareglur ráðherra og forseta Íslands. Ekki síst vegna þess að tildæmis í forsíðuviðtali Fréttablaðsins í dag (og ýmsum öðrum viðtölum um þessar mundir) er Ólafur Ragnar í óða önn að endurskrifa söguna um hversvegna hann hætti við (o.s.frv. ). Rétt eins og annar forsetaframbjóðandi sem hefur verið útí móa undanfarin ár að skrifa uppá nýtt söguna af því hvernig og afhverju íslenska bankakerfið hrundi, er Ólafur Ragnar að reyna að láta líta út fyrir að hann hafi bæði boðið sig fram og dregið sig til baka af allt öðrum ástæðum en þeim sem blasa við. Svo er líka hollt að rifja upp furðulega stæla hans við Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra þegar hún var að reyna að fá hann til að setja forsetaembættinu siðareglur.
Leiðari Jóns Trausta Reynissonar hjá Stundinni er skrifaður þegar Ólafur Ragnar var enn í framboði. Margt sem var skrifað á þeim tíma hefur úrelst (og margir góðir brandarar hafa farið forgörðum) en leiðarinn er enn verðugt lesefni.
„Eftir að Panama-skjölin leiddu í ljós að stór hluti efsta lags samfélagsins sótti í að losna við að borga skatta á Íslandi og ná fram leynd um viðskipti sín með því að stofna skúffufélög í frumskógarlöndum, hefur þessi hópur öðlast sameiginlega hagsmuni.
Nú hafa þau sameiginlegan hag af því að réttlæta eitthvað sem er skaðlegt heildarhagsmunum. Og áhrif þeirra teygja sig þvert yfir fjölmiðla, stjórnmál og viðskipti. Samsektin skapar sameiginlega hagsmuni, þvert á efsta lag samfélagsins, að standa gegn umbótaöflum og standa með ríkjandi ríkisstjórn.
Um leið er tvöföld kosningabarátta byrjuð. Meginefni þjóðmálaumræðunnar á næstu mánuðum mun snúast um að vara við breytingum. Takmarkið er að fullvissa okkur um að okkur stafi ógn af því að einhverjir aðrir taki ákvarðanir fyrir okkar hönd en þeir sem stýra núna.
Þetta er strax farið að virka. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með stuðning meirihluta almennings fyrir forsetakosningarnar og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bæta við sig fylgi í skoðanakönnunum vegna alþingiskosninga.“
Skal þá tekið upp léttara hjal.
Sævar Finnbogason rekur sögu sem hann fékk ekki útgefna vegna þess hve ótrúleg hún þykir. Hefst hún á þessa leið:
„Stundum er sagt að hver einasti Íslendingar gangi með lítinn rithöfund í maganum og að hvergi í heiminum komi út jafn margar bækur á ári hverju miðað við höfðatölu. Ég ákvað því að láta til mín taka og sendi eftirfarandi hugmynd mína um pólitískan reyfara á til útgefanda í Reykjavík.“Sagan öll er hér.
Af alls óskyldu tilefni er skemmtilegt að rifja upp grein um Davíð Oddsson eftir Hannes Hólmstein sem hann birti í Morgunblaðinu — nei ekki sú sem birtist um daginn — þessi er frá 1998 þegar Davíð varð fimmtugur. Þá var auðvitað gott tilefni til að rifja upp feril átrúnaðargoðsins.
„Þegar við flettum spjöldum Íslandssögunnar, virðist svo sem þeir Gissur biskup Ísleifsson, Jón Loftsson, Jón biskup Arason, Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein og Ólafur Thors hafi allir fengið í vöggugjöf einhvern skammt af slíku náðarvaldi. Það hefur Davíð Oddsson líka fengið. Menn finna ósjálfrátt, að þar er foringi á ferð. Af honum stafar áhrifavald, myndugleiki. Þegar gengið er inn í sal, þar sem hann er staddur, er auðvelt að finna hann, þótt hann sé hvergi sjáanlegur: Hann er jafnan í miðjum stærsta hópnum, sem hefur einmitt orðið til í kringum hann! Það hefur líka oftar en einu sinni komið í ljós, að Davíð Oddsson hefur miklu meiri áhrif en hann hefur völd eftir settum reglum. Það er vegna þess, að menn taka mark á honum. Þeir vita, að hugur fylgir máli, þegar hann talar. Hann vill, að orð sín standi, og fátt fellur honum verr en ef hann fær ekki staðið við þau fyrir afskipti annarra. Orð Davíðs eru þess vegna dýr, en ekki aðeins skiptimynt á markaðstorgi stjórnmálanna.”
En úr því að Dabbi Grensás er til umræðu þá var í „Hisminu“, hlaðvarpi Kjarnans, rifjuð upp gömul saga af höfuðandstæðingum hans á sinni tíð: fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs. NFS sjónvarpsstöðin (í eigu Jón Ásgeirs) ætlaði að vera með beina útsendingu frá Þingvöllum 5. júní 2006 þegar Halldór Ásgrímsson sagði af sér formennsku. Útsendingin klikkaði en allt var tekið upp, og til þess að koma upptökunni sem fyrst til Reykjavíkur var fengin þyrla til að sækja upptökuna.
Þyrluflugmaðurinn — hugsanlega uppá eigin spýtur en hugsanlega vegna skipunar frá leigutaka — lenti sisvona á þjóðargrafreitnum. Varð þetta til að flýta útsendingu fréttarinnar lítillega, enda ekki lengi verið að aka milli Þingvalla og Reykjavíkur. Fyrir gleymna lesendur er hægt að sjá nokkrar myndir af þessum fáheyrða viðburði á síðu Sivjar Friðleifsdóttur, (ég þori ekki að birta þær því hún stranglega bannar það). Svo hér eru 1, 2, 3, hlekkir á myndirnar.
Og er þar með helginni bjargað.
Efnisorð: Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið, pólitík
<< Home