19. júní lesturinn
Á kvenréttindaginn er hollt að rifja upp að það voru klárar konur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna, buðu sig fram í kosningum, settust á þing og í sveitastjórnir, og lögðu fram frumvörp og ályktanir sem breyttu samfélagi okkar til frambúðar. Vigdís var kjörin forseti, Jóhanna varð forsætisráðherra, konur komust í fleirtölu í ráðherrastóla. En þær eru ekki einsdæmi um klárar konur sem hafa áhrif. Sumar klárar konur eru í pólitík, aðrar skrifa pistla eða eru aktivistar af ýmsu tagi.
Hér á eftir fara margvíslegar góðar greinar og spakleg orð kvenna sem birst hafa síðustu mánuði. Margar fleiri konur hafa fjallað um fjölbreytt áhugasvið sín (konur hafa nefnilega áhuga á fleiru en fötum, karlmönnum, kynlífi, stefnumótum og snyrtivörum, enda þótt ‘lífstílsmiðlar’ á borð við Smartland, Bleikt, Pjatt, og hið sykraða systurblað Kvennablaðsins vilji meina annað), en þær sem hér eru nefndar skrifa um allt frá forsetakosningunum til rasisma, með viðkomu í lífeyrissjóðum og Kárahnjúkavirkjun.
Auður Jónsdóttir
Margt skemmtilegt og gott hefur Auður Jónsdóttir skrifað en hér verður aðeins tekið dæmi úr prentútgáfu Fréttatímans frá því í fyrradag. Þar er hún einn álitsgjafa þegar spurt er um áhrifamesta, mikilvægasta, skemmtilegasta eða kostulegasta atburð lýðveldisins. Og Auður byrjar á að ræða auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins í kosningunum fyrir hrunið undir slagorðum á borð við: Traust efnahagsstjórn. Síðan segir hún:
Forsetaframboð
Björg Árnadóttir skrifar 17. júní pistil í Kjarnann um forsetaframboð og í þessu broti úr greininni segir frá því þegar hún hitti Davíð Oddsson.
Elín Björg Jónsdóttir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Hér eru slegnar tvær flugur í einu höggi því Elín Björg, sem er formaður BSRB, skrifar um málþing sem haldið var í maí og bar yfirskriftina „Er einkavæðing í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“, og vitnar m.a. í Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Sigurbjörg er afar skelegg og hefur margt og merkilegt sagt og skrifað um stjórnsýslu og spillingu hér á landi. En hér er semsagt verið að ræða einkavæðingu, og Sigurbjörg „sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu.“ Og Elín heldur áfram og segir:
Viðtal við forsetafrú
Allt bendir til að Eliza Reid verði forsetafrú. Fréttatíminn birti fínt viðtal við hana 4. júní (sem í prentútgáfunni bar heitið „Feministi og engin tískudrós“) þar sem hún sagðist vera „mikill femínisti og gæti ekki hugsað sér að vera bara frú og viðhengi“. Og Eliza segir að hún vilji ekki alltaf vera uppstríluð. „Ég vil heldur ekki að börnin mín fái þá hugmynd að konur megi ekki láta sjá sig utandyra án þess að vera málaðar og uppstrílaðar þannig að ég vil alls ekki gera það að einhverju aðalatriði.“ Feminísk forsetafrú, það er tilhlökkunarefni.
Lára Hanna Einarsdóttir
Í byrjun síðasta mánaðar skrifaði Lára Hanna einn af sínum frábæru pistlum. Þessi fjallar um aflandsfélög, núverandi ríkisstjórnarflokka og þá furðulegu staðreynd að þeir voru kosnir til valda. Pistillinn heitir „Að kyssa vönd og kúga þjóð“, og ég á eflaust eftir að rifja hann upp aftur þegar líður nær þingkosningum.
Maja Loncar
Ungar konur sem komu hingað sem börn flóttamanna hafa stigið fram í fjölmiðlum og nú er Maja Loncar, sem kom hingað sem kvótaflóttamaður frá Króatíu ellefu ára gömul, orðin félagsráðgjafi og hefur rannsakað félagslega aðlögun flóttabarna. Hún segir að mikilvægt sé að styðja vel við flóttabörn, og rökstyður það ítarlega í viðtali sem Viktoría Hermannsdóttir tók við hana fyrr á árinu.
Sif Sigmarsdóttir
Sif hefur ekki birt pistla í Fréttablaðinu í nokkrar vikur (ég hef áhyggjur af brotthvarfi hennar og ég vona að það sé ekki til frambúðar) en í febrúar skrifaði hún um sýndarveröldina sem við erum föst í, og að við erum bara valdlaus tannhjól í mismunandi kerfum:
Eiturefnahernaðurinn
Úrsúla Jüneman hefur skrifað fjölmarga pistla til varnar náttúru Íslands. Hér er grein eftir hana þar sem hún þrengir sjónarhornið niður í húsagarða.
Lífeyrissjóðsmál og lífeyrissjóðskóngar
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar í Fréttatímann í gær um Valgerði Thorsteinsdóttur sem missti vinnuna þegar bankarnir hrundu árið 2008. Hún rekur hvernig það kippti stoðunum undan fjárhagslegu sjálfstæði Valgerðar – og ber saman við ofurlaun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR, en það er lífeyrissjóðurinn sem Valgerður borgaði í fram að sjötugu. Laun hans hafa hækkað um 100 prósent síðan hann tók við stöðunni. „Valgerður fær rúmlega 200 þúsund úr lífeyrissjóði og fjörtíu þúsund frá Tryggingastofnun, eftir hálfa öld á vinnumarkaði, þar sem iðgjöldin voru samviskusamlega innt af hendi. Guðmundur [Þ. Þórhallsson] fær því um 16faldan lífeyri hennar í tekjur á mánuði.“ Til þess að láta enda ná saman hyggst Valgerður flytja til Spánar þar sem húsaleiga er mun lægri en hér á landi.
Gjammandi rasistar
Þórunn Ólafsdsóttir hlaut nýlega Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir ötult hjálparstarf í þágu flóttamanna í Grikklandi, segir í prentútgáfu Stundarinnar sem birti facebook færslu Þórunnar um rasisma í nýjasta tölublaði sínu.
Hér á eftir fara margvíslegar góðar greinar og spakleg orð kvenna sem birst hafa síðustu mánuði. Margar fleiri konur hafa fjallað um fjölbreytt áhugasvið sín (konur hafa nefnilega áhuga á fleiru en fötum, karlmönnum, kynlífi, stefnumótum og snyrtivörum, enda þótt ‘lífstílsmiðlar’ á borð við Smartland, Bleikt, Pjatt, og hið sykraða systurblað Kvennablaðsins vilji meina annað), en þær sem hér eru nefndar skrifa um allt frá forsetakosningunum til rasisma, með viðkomu í lífeyrissjóðum og Kárahnjúkavirkjun.
Auður Jónsdóttir
Margt skemmtilegt og gott hefur Auður Jónsdóttir skrifað en hér verður aðeins tekið dæmi úr prentútgáfu Fréttatímans frá því í fyrradag. Þar er hún einn álitsgjafa þegar spurt er um áhrifamesta, mikilvægasta, skemmtilegasta eða kostulegasta atburð lýðveldisins. Og Auður byrjar á að ræða auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins í kosningunum fyrir hrunið undir slagorðum á borð við: Traust efnahagsstjórn. Síðan segir hún:
„Ég held þó að einn kostulegasti og um leið sorglegasti atburðurinn hafi verið þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson heitinn vildu leika sig stóra á heimstaflinu og kvittuðu upp á innrásina í Írak fyrir hönd þjóðarinnar. Þar með var hún gerð ábyrg í einum hræðilegasta og afdrifaríkasta atburði samtímasögunnar sem sér ekki ennþá fyrir endann á. Það tímabil var reyndar allt skrýtið; þessi ár þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stýrðu okkur bæði inn í heimsátök og Kárahnjúkavirkjun, óafturkræfa eyðileggingu á landi og lífi – sama með hvaða rökum sérfræðingar og vísindamenn mótmæltu þessu tvennu. Ég veit ekki alveg hvaða eyðileggingaröfl knúðu annað eins áfram en það fennir seint yfir þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra.“
Forsetaframboð
Björg Árnadóttir skrifar 17. júní pistil í Kjarnann um forsetaframboð og í þessu broti úr greininni segir frá því þegar hún hitti Davíð Oddsson.
„Þegar ég horfði á eftir honum velti ég fyrir mér af hverju mér finnast þau níu ár sem aðskilja okkur í aldri vera ljósár. Líklega stafar það af háum valdaldri hans. Hann hefur alltaf verið til sýnis opinberlega. Ég var bara barn þegar hann birtist á fjölunum í hlutverki kóngs og síðan hefur hann verið í hlutverki valdsmanns í hverju stykkinu á fætur öðru. Aumingja blessaður maðurinn, hugsaði ég þegar ég horfði á eftir honum hoknum af gömlu valdi, ekki vildi ég skipta við hann um fortíð.
En ég vil þakka Davíð hugrekkið að ganga sjálfviljugur fyrir landsdóm og auðvelda þjóðinni uppgjörið við sig. Davíð er af sumum sagður fórnarlamb hatursorðræðu. Það er röng orðnotkun af því að hatursorðræða er faghugtak um þá refsiverðu iðju að kynda undir hatri á minnihlutahópum.
[…]
Sjálf íþyngi ég mér ekki með skoðunum á eðli Davíðs og sómakennd, framkomu og gjörðum en hjarta mitt veit að Davíð hefur vondan málstað að verja, nýfrjálshyggjuna sem kviknaði eins og engisprettufaraldur og eirir engum jöfnuði. En ég er bjartsýn í sólinni og spyr hve langt sé síðan þessi ósköp dundu yfir. Innan við þrjátíu ár! Og hvað er langt síðan stefnan strandaði með hruni? Innan við tíu ár! Það er stuttur tími í lífi þjóðar. Innan skamms verða þessi þrjátíu ár innan sviga í Íslandssögunni. Við furðum okkur á hvernig þetta gat gerst og setjum á svið söngleik eins og þann um Hundadagana og konung þeirra á landinu bláa.
[…]
Ég hélt að tilgangur Davíðs með framboði sínu væri að gera þjóðinni kleift að fyrirgefa honum. Ég bjóst ekki við að hann sækti sér ráðgjafa í Jötunheima heldur hélt ég að hann fyndi fólk eins og Elísabetu Jökulsdóttur sem gæti samið fyrir hann eftirfarandi ræðu: „Vissulega gerðust hræðilegir atburðir á vakt minni. Ég hef að sjálfsögðu grannskoðað þátt minn í atburðarásinni og dregið af honum lærdóm. Því kem ég ferskur inn í þessa baráttu.“ Með þessum orðum hefði Davíð opnað samtal við þjóðina. Í staðinn sjáum við mann sem segir að helsti kostur sinn sé að við þekkjum galla hans. Eiginkona hans lýsir yfir á forsíðu blaðs að hún hafi aldrei sóst eftir neinu. Er hún að ráðleggja okkur að vera jafn lítilþæg og kjósa Davíð sem hefur upplýst að hann nenni ekki að sinna flugfreyjuhlutverki forseta á alþjóðavettvangi heldur ætli að hanga á Bessastöðum og bjóða þangað fimmta hverjum manni úr símaskránni að skoða sig?“
Elín Björg Jónsdóttir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Hér eru slegnar tvær flugur í einu höggi því Elín Björg, sem er formaður BSRB, skrifar um málþing sem haldið var í maí og bar yfirskriftina „Er einkavæðing í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“, og vitnar m.a. í Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Sigurbjörg er afar skelegg og hefur margt og merkilegt sagt og skrifað um stjórnsýslu og spillingu hér á landi. En hér er semsagt verið að ræða einkavæðingu, og Sigurbjörg „sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu.“ Og Elín heldur áfram og segir:
„Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.“
Viðtal við forsetafrú
Allt bendir til að Eliza Reid verði forsetafrú. Fréttatíminn birti fínt viðtal við hana 4. júní (sem í prentútgáfunni bar heitið „Feministi og engin tískudrós“) þar sem hún sagðist vera „mikill femínisti og gæti ekki hugsað sér að vera bara frú og viðhengi“. Og Eliza segir að hún vilji ekki alltaf vera uppstríluð. „Ég vil heldur ekki að börnin mín fái þá hugmynd að konur megi ekki láta sjá sig utandyra án þess að vera málaðar og uppstrílaðar þannig að ég vil alls ekki gera það að einhverju aðalatriði.“ Feminísk forsetafrú, það er tilhlökkunarefni.
Lára Hanna Einarsdóttir
Í byrjun síðasta mánaðar skrifaði Lára Hanna einn af sínum frábæru pistlum. Þessi fjallar um aflandsfélög, núverandi ríkisstjórnarflokka og þá furðulegu staðreynd að þeir voru kosnir til valda. Pistillinn heitir „Að kyssa vönd og kúga þjóð“, og ég á eflaust eftir að rifja hann upp aftur þegar líður nær þingkosningum.
Maja Loncar
Ungar konur sem komu hingað sem börn flóttamanna hafa stigið fram í fjölmiðlum og nú er Maja Loncar, sem kom hingað sem kvótaflóttamaður frá Króatíu ellefu ára gömul, orðin félagsráðgjafi og hefur rannsakað félagslega aðlögun flóttabarna. Hún segir að mikilvægt sé að styðja vel við flóttabörn, og rökstyður það ítarlega í viðtali sem Viktoría Hermannsdóttir tók við hana fyrr á árinu.
Sif Sigmarsdóttir
Sif hefur ekki birt pistla í Fréttablaðinu í nokkrar vikur (ég hef áhyggjur af brotthvarfi hennar og ég vona að það sé ekki til frambúðar) en í febrúar skrifaði hún um sýndarveröldina sem við erum föst í, og að við erum bara valdlaus tannhjól í mismunandi kerfum:
„Nýir búvörusamningar sem kosta munu skattgreiðendur tugi ef ekki hundruð milljarða næstu tíu árin staðfesta að tilgangur landbúnaðarkerfisins er ekki að þjónusta neytendur heldur öfugt. Við borðum til að viðhalda landbúnaðarkerfinu.Svo vitnar Sif heilmikið í þá ágætu kvikmynd Matrix, sbr. lokaorðin: „Kæri lesandi, þú hefðir átt að velja bláu pilluna.“
Hótanir forsætisráðherra í garð Háskóla Íslands í kjölfar þess að Háskólaráð ákvað að flytja íþróttakennaraskólann frá Laugarvatni til Reykjavíkur staðfestir að háskóli landsmanna er ekki rekinn til að mennta fólk sem best og með sem hagkvæmustum hætti heldur til að viðhalda mannlífi á afskekktum stöðum. Við hugsum til að tryggja byggð á Laugarvatni.
Hörð andstaða Samtaka atvinnulífsins við frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um styttingu vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 35 staðfestir að okkur er ekki ætlað að vinna til að lifa, við lifum til að vinna.
Þrjár fyrirsagnir á forsíðu Vísis í einni og sömu klósettferðinni segja allt sem segja þarf: „HB Grandi hagnaðist um 6,5 milljarða“ – „Hagnaður Arion 49 milljarðar í fyrra“ – „Stjórn VÍS vill greiða eigendum 5 milljarða í arð“.
Landbúnaðarkerfið, byggðakerfið, fiskveiðistjórnunarkerfið, bankakerfið, tryggingakerfið, hið kapítalíska kerfi … Við lifum í þeirri trú að þessi kerfi séu til fyrir okkur. Því er hins vegar öfugt farið.“
Eiturefnahernaðurinn
Úrsúla Jüneman hefur skrifað fjölmarga pistla til varnar náttúru Íslands. Hér er grein eftir hana þar sem hún þrengir sjónarhornið niður í húsagarða.
„Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar.“
Lífeyrissjóðsmál og lífeyrissjóðskóngar
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar í Fréttatímann í gær um Valgerði Thorsteinsdóttur sem missti vinnuna þegar bankarnir hrundu árið 2008. Hún rekur hvernig það kippti stoðunum undan fjárhagslegu sjálfstæði Valgerðar – og ber saman við ofurlaun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR, en það er lífeyrissjóðurinn sem Valgerður borgaði í fram að sjötugu. Laun hans hafa hækkað um 100 prósent síðan hann tók við stöðunni. „Valgerður fær rúmlega 200 þúsund úr lífeyrissjóði og fjörtíu þúsund frá Tryggingastofnun, eftir hálfa öld á vinnumarkaði, þar sem iðgjöldin voru samviskusamlega innt af hendi. Guðmundur [Þ. Þórhallsson] fær því um 16faldan lífeyri hennar í tekjur á mánuði.“ Til þess að láta enda ná saman hyggst Valgerður flytja til Spánar þar sem húsaleiga er mun lægri en hér á landi.
Gjammandi rasistar
Þórunn Ólafsdsóttir hlaut nýlega Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir ötult hjálparstarf í þágu flóttamanna í Grikklandi, segir í prentútgáfu Stundarinnar sem birti facebook færslu Þórunnar um rasisma í nýjasta tölublaði sínu.
„Rasistar á Íslandi eru svolítið eins og smáhundur nágranna míns. Halda að þeir séu hetjur að verja heimili sitt fyrir ágangi innbrotsþjófa eða óboðinna gesta, en eru í raun bara að gjamma út í tómið á eftir venjulegu fólki á leið heim til sín. Sumum finnst þeir krútt og grey, aðrir fyllast ónotatilfinningu vegna ótta við þeirra líka, en flestum finnst þeir bara pirrandi og bíð eftir að mamma þeirra komi og segi þeim að þegja.“
Efnisorð: feminismi, forsetakosningar, framsókn, frjálshyggja, heilbrigðismál, hrunið, Innflytjendamál, málefni aldraðra, pólitík, rasismi, sjálfstæðismenn, umhverfismál, Verkalýður
<< Home