17. júní stóð stutt og var bara fyrir suma
Aldrei hef ég nennt að hlusta á hátíðarræður á Austurvelli á 17. júní. Þarf enda ekki að hafa verið þar til að finnast heimskuleg ákvörðun að girða Austurvöll af fyrir almúganum, svo að aðeins fínir boðsgestir sáu og heyrðu hvað fram fór. Ég held að fæstum þyki það sýna mikla virðingu fyrir almenningi. Fyrir fólk sem hefur haft það til siðs að mæta til að fylgjast með hátíðarhöldunum er þetta algjör vanvirðing.
Um kvöldið gerði ég mér ferð í bæinn til að kíkja á dagskrá kvöldsins, tónleika á Arnarhóli og þvíumlíkt. En nei, dagskrá hafði lokið kl. 18 og ekkert að gerast, utan fólk eins og ég og nokkrir túristar að leita að margrómuðum hátíðarhöldum þjóðhátíðardagsins. Ég taldi að ég gæti gengið að þeim vísum og datt því ekki í hug að lesa dagskrá dagsins, og get því kannski sjálfri mér um kennt.
Afturámóti hef ég hvergi heyrt skýringar á því hversvegna engin kvölddagskrá var (hefur hún kannski ekki verið undanfarin ár; missti ég af þegar hún var lögð niður?) en einhver stakk því að mér að þarna hefði Reykjavíkurborg tryggt aðstandendum Secret Solstice óskipta athygli unga fólksins, og að það væri engin tilviljun að tónlistarhátíðin hefði fengið leyfi til að halda fjögurra daga hátíð í Laugardal á þessum tíma. Ég veit ekki hvort þetta þýðir að einhver einkavinaspilling er í spilunum, eða hvort Reykjavíkurborg er að losa sig undan talsverðum kostnaði við tónleikahald, gæslu, þrif o.þ.h. með þessum hætti. En fúlt er það, að áratugahefðir séu blásnar af skýringarlaust (það ég best veit).
Án þess að mér finnist ræða fjallkonunnar merkilegasti viðburður 17. júní eða ég sé gríðarlega upptekin af því hver gengur í hlutverkið hverju sinni, finnst mér skrítið að hafa hvergi rekist á fréttir um hvaða leikkona las upp ávarp fjallkonunnar (fyrir afmarkaðan en afskaplega vel valinn hóp áhorfenda). Þykir það ekki lengur fréttaefni? Eða kemst ekki ein kvenmannskind fyrir í fréttamiðlum, nú þegar öll athygli þeirra beinist að karlalandsliðinu í fótbolta spila í útlöndum? Og svona úr því ég nenni ekki að fylgjast með skráðri dagskrá: fer því helvíti ekki að ljúka?
Um kvöldið gerði ég mér ferð í bæinn til að kíkja á dagskrá kvöldsins, tónleika á Arnarhóli og þvíumlíkt. En nei, dagskrá hafði lokið kl. 18 og ekkert að gerast, utan fólk eins og ég og nokkrir túristar að leita að margrómuðum hátíðarhöldum þjóðhátíðardagsins. Ég taldi að ég gæti gengið að þeim vísum og datt því ekki í hug að lesa dagskrá dagsins, og get því kannski sjálfri mér um kennt.
Afturámóti hef ég hvergi heyrt skýringar á því hversvegna engin kvölddagskrá var (hefur hún kannski ekki verið undanfarin ár; missti ég af þegar hún var lögð niður?) en einhver stakk því að mér að þarna hefði Reykjavíkurborg tryggt aðstandendum Secret Solstice óskipta athygli unga fólksins, og að það væri engin tilviljun að tónlistarhátíðin hefði fengið leyfi til að halda fjögurra daga hátíð í Laugardal á þessum tíma. Ég veit ekki hvort þetta þýðir að einhver einkavinaspilling er í spilunum, eða hvort Reykjavíkurborg er að losa sig undan talsverðum kostnaði við tónleikahald, gæslu, þrif o.þ.h. með þessum hætti. En fúlt er það, að áratugahefðir séu blásnar af skýringarlaust (það ég best veit).
Án þess að mér finnist ræða fjallkonunnar merkilegasti viðburður 17. júní eða ég sé gríðarlega upptekin af því hver gengur í hlutverkið hverju sinni, finnst mér skrítið að hafa hvergi rekist á fréttir um hvaða leikkona las upp ávarp fjallkonunnar (fyrir afmarkaðan en afskaplega vel valinn hóp áhorfenda). Þykir það ekki lengur fréttaefni? Eða kemst ekki ein kvenmannskind fyrir í fréttamiðlum, nú þegar öll athygli þeirra beinist að karlalandsliðinu í fótbolta spila í útlöndum? Og svona úr því ég nenni ekki að fylgjast með skráðri dagskrá: fer því helvíti ekki að ljúka?
<< Home