Framsókn og flokkun á fólki
Borgarráð hefur samþykkt að leitað verði eftir samstarfi við sjálfseignarstofnanir, húsnæðissamvinnufélög og leigufélög sem rekin eru án hagnaðarhugsjóna um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn.
Sjálfstæðismenn lýstu vonbrigðum með að einkafyrirtæki væru útilokuð með þessum hætti. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiddi einnig atkvæði gegn tillögunni (og færði fyrir því rök sem lesa má um í fréttinni).
Sjálfstæðismenn vildu bæði tefja málið og gagnrýndu „hversu seint það hefði gengið hjá meirihlutaflokkunum í borgarstjórn að leggja fram raunhæfar tillögur til úrbóta á húsnæðismarkaði“. En aðallega vilja þeir auðvitað að þeir og einkavinir þeirra með hagnaðarhugsjónir fái að komast að kjötkötlunum. En þetta á ekki að vera um Sjálfstæðismenn, þetta er ekki þeirra helgi.
Einna brýnastur húsnæðisvandi blasir við þeim sem síst hafa efni á að kaupa eða leigja. Framsókn hefur viðrað þá lausn að nota gáma til að leysa húsnæðisvanda þeirra. Eygló Harðardóttir framsóknarþingmaður og félags- og húsnæðismálaráðherra sýndi t.a.m. myndir af glæstum gámum á bloggsíðu sinni og var greinilega að reyna að fá almenning til að sjá gámana sem góðan kost.
Alltaf eru einhverjir sem geta hugsað sér hvaða lausn sem er úr erfiðri stöðu (og það er skiljanlegt) en öðrum finnst gámar afar slæm hugmynd og sjá fyrir sér Eimskipsgáma og finnst tilhugsunin nöturleg. Sú lausn að setja fólk í gáma rifjar líka upp fyrir fólki að á stríðsárunum var fólki leyft að flytja í bragga — einnig vegna gríðarlegrar húsnæðiseklu og það átti að vera tímabundin lausn. Raunin varð sú að búið var í bröggunum í þrjátíu ár (þá sögu rakti Eggert Bernharðsson í bókinni Undir bárujárnsboga) og það er ekki síst sú tilhugsun sem fælir fólk frá því að samþykkja að fólk eigi að búa í ódýrustu gerð af húsnæði sem þar að auki hefur annað útlit en hús hins almenna borgara. Reynslan af bröggunum sýnir að slíkri búsetu fylgir stimpill og íbúarnir eru álitnir annars flokks fólk. Íslendingar eru ekkert fordómalausari nú.
Líf Magneudóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna kallaði hugmyndir Framsóknar „gámagettó“ í pistli sem hún skrifaði til höfuðs þessum hugmyndum.
En það eru annarskonar gettó sem ég fór að hugsa um þegar ég sá að Eygló sagði hróðug að Framsókn hefði „þegar tekið stór skref í einföldun á byggingarreglugerðinni og nú er ætlunin að lækka verð á byggingarefni með afnámi vörugjalda.“ Það var þetta með byggingarreglugerðina sem truflaði mig, því mér finnst „einföldun“ hennar hafa verið afturför. Ég veit reyndar ekki hversu margar, ef nokkrar íbúðir (hvað þá af smærri og ódýrari gerðinni) hafa verið byggðar samkvæmt þessari byggingarreglugerð sem sett var árið 2012 og þar til henni var breytt í mars í fyrra af Sigurði Inga Jóhannssyni þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra Framsóknarflokksins.
Þegar hin Vinstri græna Svandís Svavarsdóttir var umhverfis- og auðlindaráðherra fékk hún fyrirspurn um byggingarkostnað sem Sigurður Ingi, þá óbreyttur fótgönguliði, lagði fram. Í svari hennar kom meðal annars fram:
Öryrkjabandalag Íslands mótmælti því að byggingarreglugerðinni yrði breytt og benti á að hún væri að hluta til byggð á
Og auðvitað urðu gettó-sjónarmið Samtaka iðnaðarins ofaná, með góðfúslegri hjálp Framsóknar.
Sjálfstæðismenn lýstu vonbrigðum með að einkafyrirtæki væru útilokuð með þessum hætti. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiddi einnig atkvæði gegn tillögunni (og færði fyrir því rök sem lesa má um í fréttinni).
Sjálfstæðismenn vildu bæði tefja málið og gagnrýndu „hversu seint það hefði gengið hjá meirihlutaflokkunum í borgarstjórn að leggja fram raunhæfar tillögur til úrbóta á húsnæðismarkaði“. En aðallega vilja þeir auðvitað að þeir og einkavinir þeirra með hagnaðarhugsjónir fái að komast að kjötkötlunum. En þetta á ekki að vera um Sjálfstæðismenn, þetta er ekki þeirra helgi.
Einna brýnastur húsnæðisvandi blasir við þeim sem síst hafa efni á að kaupa eða leigja. Framsókn hefur viðrað þá lausn að nota gáma til að leysa húsnæðisvanda þeirra. Eygló Harðardóttir framsóknarþingmaður og félags- og húsnæðismálaráðherra sýndi t.a.m. myndir af glæstum gámum á bloggsíðu sinni og var greinilega að reyna að fá almenning til að sjá gámana sem góðan kost.
Alltaf eru einhverjir sem geta hugsað sér hvaða lausn sem er úr erfiðri stöðu (og það er skiljanlegt) en öðrum finnst gámar afar slæm hugmynd og sjá fyrir sér Eimskipsgáma og finnst tilhugsunin nöturleg. Sú lausn að setja fólk í gáma rifjar líka upp fyrir fólki að á stríðsárunum var fólki leyft að flytja í bragga — einnig vegna gríðarlegrar húsnæðiseklu og það átti að vera tímabundin lausn. Raunin varð sú að búið var í bröggunum í þrjátíu ár (þá sögu rakti Eggert Bernharðsson í bókinni Undir bárujárnsboga) og það er ekki síst sú tilhugsun sem fælir fólk frá því að samþykkja að fólk eigi að búa í ódýrustu gerð af húsnæði sem þar að auki hefur annað útlit en hús hins almenna borgara. Reynslan af bröggunum sýnir að slíkri búsetu fylgir stimpill og íbúarnir eru álitnir annars flokks fólk. Íslendingar eru ekkert fordómalausari nú.
Líf Magneudóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna kallaði hugmyndir Framsóknar „gámagettó“ í pistli sem hún skrifaði til höfuðs þessum hugmyndum.
En það eru annarskonar gettó sem ég fór að hugsa um þegar ég sá að Eygló sagði hróðug að Framsókn hefði „þegar tekið stór skref í einföldun á byggingarreglugerðinni og nú er ætlunin að lækka verð á byggingarefni með afnámi vörugjalda.“ Það var þetta með byggingarreglugerðina sem truflaði mig, því mér finnst „einföldun“ hennar hafa verið afturför. Ég veit reyndar ekki hversu margar, ef nokkrar íbúðir (hvað þá af smærri og ódýrari gerðinni) hafa verið byggðar samkvæmt þessari byggingarreglugerð sem sett var árið 2012 og þar til henni var breytt í mars í fyrra af Sigurði Inga Jóhannssyni þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra Framsóknarflokksins.
„Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur undirritað breytingu á umdeildri byggingarreglugerð. Byggingareglugerðin sem var samþykkt í desember árið 2012 hefur sætt mikilli gagnrýni frá arkitektum og byggingaverktökum allt frá því að hún var fyrst kynnt. Reglugerðin þótti róttæk vegna þess að hún miðaði að því að gera sem flestar íbúðir aðgengilegar og nothæfar fyrir fólk með líkamlegar fatlanir.[úr frétt DV]
Á undanförnum mánuðum hafa æ fleiri haldið því fram að þær stífu kröfur sem reglugerðin gerir um lágmarksstærðir á rýmum í íbúðum, kröfur um lyftur í fjölbýlishúsum með fleiri en tvær hæðir, og fleira, standi í vegi fyrir byggingu lítilla og ódýrra íbúða. Reglugerðin hefur meðal annars staðið í vegi fyrir byggingu íbúða í gámum, en mikið hefur verið fjallað um slíkar hugmyndir að undanförnu.“
Þegar hin Vinstri græna Svandís Svavarsdóttir var umhverfis- og auðlindaráðherra fékk hún fyrirspurn um byggingarkostnað sem Sigurður Ingi, þá óbreyttur fótgönguliði, lagði fram. Í svari hennar kom meðal annars fram:
„Einnig má benda á að nýrri byggingarreglugerð er ætlað að stuðla að nýrri hugmyndafræði við hönnun, þar á meðal vegna aðgengis fatlaðra og minni hreyfigetu aldraðra. Breytt hugmyndafræði, svokölluð algild hönnun, krefst þess að tekið sé mið af þörfum allra frá upphafi hönnunar mannvirkis.Ef þessi reglugerð hefði fengið að standa óbreytt og eftir henni hefði verið byggt, hefði með tímanum orðið til húsnæði sem fólk gat búið í frá vöggu til grafar ef það vildi. Núna er það þannig að skerðist hreyfigeta fólks vegna aldurs, slysa eða sjúkdóma, þá þarf það — sé það svo heppið að biðlistinn sé ekki lengri en ævi þess — að flytjast á heimili eða í sérhannaðar blokkir fyrir fólk ‘af sínu tagi’ (blokkir fyrir aldraða eru gjarnan við miklar umferðaræðar og enginn kemst þangað nema á bíl). Þar búa ekki „venjulegir Íslendingar“, börn eða gæludýr, og þannig er búin til fyrirtaks einangrunargildra fyrir íbúana með sérþarfirnar. Aldraðir sér. Fatlaðir sér. Við hin, þessi bráðungu og ófötluðu, erum líka laus við að sjá svona fólk og það verður okkur framandi, og okkar helsti ótti er að verða eins og þau og lenda í þeirra sporum. Hin mjög svo skrifræðislega byggingarreglugerð sýndi afar manneskjulega viðleitni til að snúa af þessari braut aðskilnaðar.
Þessu til viðbótar má nefna að breytt ákvæði byggingarreglugerðar geta falið í sér þjóðhagslegan ávinning. Sem dæmi um slíkt eru ákvæði um algilda hönnun íbúðarhúsnæðis sem auka líkur á því að fólk geti búið í íbúðum sínum þegar það eldist, veikist eða slasast og þörfin fyrir sérhæft húsnæði og stofnanir minnkar.“
Öryrkjabandalag Íslands mótmælti því að byggingarreglugerðinni yrði breytt og benti á að hún væri að hluta til byggð á
„breyttri hugmyndafræði, svokallaðri algildri hönnun. Samkvæmt hugmyndafræðinni er þess krafist að við hönnun mannvirkja sé frá upphafi tekið mið af þörfum allra, þar á meðal fatlaðra og þeirra sem búa við skerta hreyfigetu … Öryrkjabandalagið telur að með því að beina fötluðu fólki og fólki með skerta hreyfigetu í sér húsnæði án eðlilegs sambýlis við aðra landsmenn, sé stuðlað að aðskilnaðarstefnu. “Samtök iðnaðarins, afturámóti lögðust þversum af vanþóknun, fóru í fundaherferðir um landið og mótmæltu reglugerðinni því þeir vildu „ að aðrar kröfur verði gerðar til húsnæðis fyrir fatlaða og öryrkja. “
Og auðvitað urðu gettó-sjónarmið Samtaka iðnaðarins ofaná, með góðfúslegri hjálp Framsóknar.
Efnisorð: málefni aldraðra, málefni fatlaðra, pólitík, sveitastjórnarmál
<< Home