Metfé
Það er hollt og gott fyrir kjósendur að fá innsýn í hugarfylgsni Sjálfstæðismanna. Yfirleitt jarma allir þessir sauðir eins en af og til ætla einstaklingar innan flokksins, þungavigtarmenn, að gera sig gildandi og jafnvel vera fyndnir í leiðinni. Það er þá sem þeir koma upp um sig. Ekki það, fjöldi fólks hefur fyrir löngu séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hegðar sér og hver markmið hans eru og áttar sig alveg á hvernig Sjálfstæðismenn hugsa, en það er bara svo sætt þegar þeir segja það okkur sjálfir.
Gullkorn úr munni Sjálfstæðismanna:
Besti vinur aðal var líklega fyrstur til, af þeim sem eru í innsta hring, að afhjúpa hugsanagang stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins: „í Sjálfstæðisflokknum er eiginlega fólk sem að hugsar ekkert mikið um pólitík og er frekar ópólitískt. Það hljómar dálítið einkennilega kannski en... og ég á kannski ekki að segja það svona, en til einföldunar má segja að Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“
Við þetta rímar vitnisburður Styrmis Gunnarssonar fyrir rannsóknarnefnd alþingis: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Talandi um tækifærismennsku, Þorgerður Katrín, þá varaformaður flokksins, sagði í miðju bankahruninu að það væru „spennandi tímar framundan fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom svo út sagði Ólöf Nordal að „Þessi rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið.“
Og svo núna síðast sagði Ólöf Nordal um stefnubreytingu Bjarna Ben í Icesave málinu: „Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvenjulegt, tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu, að standa bara nákvæmlega með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina.“
Meðan svona fólk opnar munninn opinberlega getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki falið sig undir sauðagærunni. Að því leytinu einu eru þau ómetanleg.
Gullkorn úr munni Sjálfstæðismanna:
Besti vinur aðal var líklega fyrstur til, af þeim sem eru í innsta hring, að afhjúpa hugsanagang stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins: „í Sjálfstæðisflokknum er eiginlega fólk sem að hugsar ekkert mikið um pólitík og er frekar ópólitískt. Það hljómar dálítið einkennilega kannski en... og ég á kannski ekki að segja það svona, en til einföldunar má segja að Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“
Við þetta rímar vitnisburður Styrmis Gunnarssonar fyrir rannsóknarnefnd alþingis: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Talandi um tækifærismennsku, Þorgerður Katrín, þá varaformaður flokksins, sagði í miðju bankahruninu að það væru „spennandi tímar framundan fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom svo út sagði Ólöf Nordal að „Þessi rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið.“
Og svo núna síðast sagði Ólöf Nordal um stefnubreytingu Bjarna Ben í Icesave málinu: „Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvenjulegt, tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu, að standa bara nákvæmlega með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina.“
Meðan svona fólk opnar munninn opinberlega getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki falið sig undir sauðagærunni. Að því leytinu einu eru þau ómetanleg.
<< Home