Sænskur þáttur um staðgöngumæðrun
Í gær var sýndur þáttur um frjósemisbransann í sænska sjónvarpinu (Korrespondenterna á SVT2).
Þar kom fram að frjósemisbransinn velti rosalegum fjárhæðum —hundruðum milljarða — og hve miklu munar fjárhagslega fyrir indverskar konur að selja aðgang að líkama sínum með því að gerast staðgöngumæður. Þær geta jafnvel keypt sér hús eða sett börn sín til mennta. Fyrir þeim eru þetta því gríðarlegir peningar og erfitt að hafna slíku. Þó ekki hafi það komið fram í þættinum, þá segja hjón í Garðabænum að þær fái 300.000 íslenskar krónur fyrir viðvikið en ljóst er að milligöngumenn eru þeir sem maka krókinn á svona viðskiptum, því það er ekkert annað sem þetta er.
En í sænska þættinum kom fram að staðgöngumæðurnar þurfa ekki að standa í heimilishaldi eða barnauppeldi meðan á meðgöngunni stendur heldur eru í fæði og húsnæði.* Sýnt var þar sem þær búa nokkrar saman í sérstöku húsi og tekið fram að þarna færi vel um þær, þær fengju meira að segja að fara út. Án þess að það væri sagt, lá í orðunum að ekki fengju allar staðgöngumæður að njóta svo mikils frelsis.
Einnig var fjallað um sölu á eggjum kvenna sem er algeng í Úkraínu „því konurnar eru svo fallegar“ og sumar þeirra selja oft úr sér egg. Í Þýskalandi má aftur á móti ekki velja sér eggjagjafa eftir útliti, hvað þá andlegu atgervi eða slíku, enda vilja Þjóðverjar hafa allan varann á og ekki hætta sér út á hálar brautir kynbóta, minnugir sögunnar. Af því má draga þá ályktun að ófrjósamir Þjóðverjar kaupi sér egg í Úkraínu og skottist með þau til Indlands þar sem einhverri fátækri konu er gert tilboð sem hún getur ekki hafnað.
Og svo er það spurningin hvort markaðslögmálin eigi að ráða í þessum efnum. Eftirspurnin er jú fyrir hendi. Eða á fólk alltaf að fá allar sínar óskir uppfylltar, bara ef það á pening?
Mér til mikillar furðu minntist enginn á Höllu Gunnarsdóttur.
___
* Ein þeirra sagðist dauðfegin að vera laus við slíkt stúss á meðan, en ekki fer sögum af því hvort öllum þykir svo frábært að sjá ekki fjölskyldu sína mánuðum saman, en oft búa þær fjarri þeim stað sem þær eru látnar ganga með barnið (líklega á vegum milligöngumannanna).
** Læknar mæla ekki með að konur gangi gegnum hormónameðferð og eggjagjöf oftar en þrisvar en eggin geta orðið allt að 40 í hvert sinn, enda fá þær margfaldan þann hormónaskammt sem gefinn er t.d. í Svíþjóð þegar konur gangast undir tæknifrjóvgun. Sagt er að þær úkraínsku fái fyrir góða þóknun þó konan sem heimsótt var hafi búið í niðurníddri sovéskri blokk svo ekki virtist hún nú velta sér uppúr peningum. Konan sem starfaði á fínu skrifstofunni sem sá um að útvega vesturlandabúum egg, hún bar aftur á móti með sér að vera vön að ganga í dýrum fötum, enda eru það milligöngumenn sem hagnast mest á viðskiptunum.
Þar kom fram að frjósemisbransinn velti rosalegum fjárhæðum —hundruðum milljarða — og hve miklu munar fjárhagslega fyrir indverskar konur að selja aðgang að líkama sínum með því að gerast staðgöngumæður. Þær geta jafnvel keypt sér hús eða sett börn sín til mennta. Fyrir þeim eru þetta því gríðarlegir peningar og erfitt að hafna slíku. Þó ekki hafi það komið fram í þættinum, þá segja hjón í Garðabænum að þær fái 300.000 íslenskar krónur fyrir viðvikið en ljóst er að milligöngumenn eru þeir sem maka krókinn á svona viðskiptum, því það er ekkert annað sem þetta er.
En í sænska þættinum kom fram að staðgöngumæðurnar þurfa ekki að standa í heimilishaldi eða barnauppeldi meðan á meðgöngunni stendur heldur eru í fæði og húsnæði.* Sýnt var þar sem þær búa nokkrar saman í sérstöku húsi og tekið fram að þarna færi vel um þær, þær fengju meira að segja að fara út. Án þess að það væri sagt, lá í orðunum að ekki fengju allar staðgöngumæður að njóta svo mikils frelsis.
Einnig var fjallað um sölu á eggjum kvenna sem er algeng í Úkraínu „því konurnar eru svo fallegar“ og sumar þeirra selja oft úr sér egg. Í Þýskalandi má aftur á móti ekki velja sér eggjagjafa eftir útliti, hvað þá andlegu atgervi eða slíku, enda vilja Þjóðverjar hafa allan varann á og ekki hætta sér út á hálar brautir kynbóta, minnugir sögunnar. Af því má draga þá ályktun að ófrjósamir Þjóðverjar kaupi sér egg í Úkraínu og skottist með þau til Indlands þar sem einhverri fátækri konu er gert tilboð sem hún getur ekki hafnað.
Og svo er það spurningin hvort markaðslögmálin eigi að ráða í þessum efnum. Eftirspurnin er jú fyrir hendi. Eða á fólk alltaf að fá allar sínar óskir uppfylltar, bara ef það á pening?
Mér til mikillar furðu minntist enginn á Höllu Gunnarsdóttur.
___
* Ein þeirra sagðist dauðfegin að vera laus við slíkt stúss á meðan, en ekki fer sögum af því hvort öllum þykir svo frábært að sjá ekki fjölskyldu sína mánuðum saman, en oft búa þær fjarri þeim stað sem þær eru látnar ganga með barnið (líklega á vegum milligöngumannanna).
** Læknar mæla ekki með að konur gangi gegnum hormónameðferð og eggjagjöf oftar en þrisvar en eggin geta orðið allt að 40 í hvert sinn, enda fá þær margfaldan þann hormónaskammt sem gefinn er t.d. í Svíþjóð þegar konur gangast undir tæknifrjóvgun. Sagt er að þær úkraínsku fái fyrir góða þóknun þó konan sem heimsótt var hafi búið í niðurníddri sovéskri blokk svo ekki virtist hún nú velta sér uppúr peningum. Konan sem starfaði á fínu skrifstofunni sem sá um að útvega vesturlandabúum egg, hún bar aftur á móti með sér að vera vön að ganga í dýrum fötum, enda eru það milligöngumenn sem hagnast mest á viðskiptunum.
Efnisorð: alþjóðamál, feminismi, frjálshyggja, staðgöngumæðrun
<< Home