Íþróttir og ekki-íþróttir
Af því að ég er svo gríðarlega mikil áhugamanneskja um íþróttir og fyllist alltaf mikilli eftirvæntingu þegar kynna á úrslit í kjöri um íþróttamann ársins, þá langar mig að segja frá litlu atviki sem ég varð vitni að fyrir margt löngu.
Fyrst langar mig samt til að hneykslast pínulítið á þeim sem hneykslast á því hverjir koma helst til greina sem íþróttamenn ársins. Nú er það eitt af náttúrulögmálunum að allir hafa gaman af fótbolta og handbolta og að vitað er að fólk sem ekki stundar þær íþróttagreinar* hefur ekkert vit á íþróttum jafnvel þótt það sé kannski sjálft eitthvað að dunda sér í frístundum við að sprikla eitthvað. Það er oft þannig fólk sem virðist líta svo á að það eigi einhvern rétt á að hafa skoðun á kjöri íþróttamanns ársins, og nöldrar ógurlega útafþví að einhver úr þeirra hópi fær ekki hið glæsta stofustáss til varðveislu næsta árið. Sumum fannst meirasegja að einhverjar fimleikastelpur ættu að fá þann mikla heiður! Þó þær hafi fengið einhvern Evrópumeistaratitil þá er þetta bara kellingasport og fjarstæða að gera hóp af kellingum að íþróttamanni ársins! Skilur fólk ekki að það á að vera maður sem fær verðlaunin, ekki kona?**
Jæja, ég held að þetta lið megi bara vera ánægt að hafa náð að beita svo mikilli skoðanakúgun og þrýstingi og pólitískri rétthugsun að ein af þessum fimleikagellum komust alveg í þriðja sæti á eftir sko alvöru íþróttamönnum og restina ráku svo þrjár kellingar í viðbót (ein spilar reyndar fótbolta).
En auðvitað var boltamaður í efsta sæti, svoleiðis á það að vera og er næstum alltaf (nema þegar þrýstihópaliðið fær sínu framgengt).
Nema hvað, að þessum sannindum sögðum, þá kemur litla sagan sem ég talaði um í upphafi.
Ég var að vinna á vinnustað þar sem umræður urðu fjörugar í matarhléum. Eitt sinn sat ég til borðs þar sem verið var að ræða áætlanir um að efla félagslífið og vildu þá nokkrir sessunautar mínir (karlkyns) hittast á laugardögum til að spila fótbolta. Var þá vitnað í skoðanir eins starfsfélaga okkar sem var fjarstaddur en hann hafði einhverjar meiningar um að fólk gæti nú komið saman til íþróttaiðkana án þess endilega að spila fótbolta (sem myndi útiloka marga frá þátttöku). Varð þá einum æstum fótboltaáhangandanum að orði að umræddur samstarfsmaður okkar væri algert fífl og það væri fáránlegt að hlusta á mann sem hefði ekkert vit á íþróttum ræða þá hluti. Var ekki laust við að sumt fólk við borðið yrði langleitt við þessa yfirlýsingu. Ekki bakkaði sá æsti þó neitt með þessa skoðun sína enda þótt honum væri bent á það — sem við vissum öll og hann líka — að þessi maður væri heimsmethafi í sinni íþróttagrein og ætti í fórum sínum nokkra verðlaunapeninga frá Ólympíuleikum fatlaðra. Hann æstist meir heldur en hitt og bætti við: „Hann vill einmitt meina okkur að spila fótbolta af því að hann getur ekkert spilað sjálfur!“
Mér er því alveg ljóst að það er ekki nema sjálfsagt að taka tillit til boltaáhugamanna og velja alltaf einhvern úr þeirra röðum sem íþróttamann ársins. Aðrir geta nefnilega ekkert í íþróttum og hafa ekki á þeim vit.
___
* Skilgreiningin á að stunda íþróttir er meðal annars sú að horfa á íþróttina í sjónvarpi eða gera sér jafnvel ferð á völlinn í góðu veðri.
** Það hafa nú heilar 3 konur fengið þennan titil svo það er furðulegt af þeim að vera eitthvað að kvarta.
Fyrst langar mig samt til að hneykslast pínulítið á þeim sem hneykslast á því hverjir koma helst til greina sem íþróttamenn ársins. Nú er það eitt af náttúrulögmálunum að allir hafa gaman af fótbolta og handbolta og að vitað er að fólk sem ekki stundar þær íþróttagreinar* hefur ekkert vit á íþróttum jafnvel þótt það sé kannski sjálft eitthvað að dunda sér í frístundum við að sprikla eitthvað. Það er oft þannig fólk sem virðist líta svo á að það eigi einhvern rétt á að hafa skoðun á kjöri íþróttamanns ársins, og nöldrar ógurlega útafþví að einhver úr þeirra hópi fær ekki hið glæsta stofustáss til varðveislu næsta árið. Sumum fannst meirasegja að einhverjar fimleikastelpur ættu að fá þann mikla heiður! Þó þær hafi fengið einhvern Evrópumeistaratitil þá er þetta bara kellingasport og fjarstæða að gera hóp af kellingum að íþróttamanni ársins! Skilur fólk ekki að það á að vera maður sem fær verðlaunin, ekki kona?**
Jæja, ég held að þetta lið megi bara vera ánægt að hafa náð að beita svo mikilli skoðanakúgun og þrýstingi og pólitískri rétthugsun að ein af þessum fimleikagellum komust alveg í þriðja sæti á eftir sko alvöru íþróttamönnum og restina ráku svo þrjár kellingar í viðbót (ein spilar reyndar fótbolta).
En auðvitað var boltamaður í efsta sæti, svoleiðis á það að vera og er næstum alltaf (nema þegar þrýstihópaliðið fær sínu framgengt).
Nema hvað, að þessum sannindum sögðum, þá kemur litla sagan sem ég talaði um í upphafi.
Ég var að vinna á vinnustað þar sem umræður urðu fjörugar í matarhléum. Eitt sinn sat ég til borðs þar sem verið var að ræða áætlanir um að efla félagslífið og vildu þá nokkrir sessunautar mínir (karlkyns) hittast á laugardögum til að spila fótbolta. Var þá vitnað í skoðanir eins starfsfélaga okkar sem var fjarstaddur en hann hafði einhverjar meiningar um að fólk gæti nú komið saman til íþróttaiðkana án þess endilega að spila fótbolta (sem myndi útiloka marga frá þátttöku). Varð þá einum æstum fótboltaáhangandanum að orði að umræddur samstarfsmaður okkar væri algert fífl og það væri fáránlegt að hlusta á mann sem hefði ekkert vit á íþróttum ræða þá hluti. Var ekki laust við að sumt fólk við borðið yrði langleitt við þessa yfirlýsingu. Ekki bakkaði sá æsti þó neitt með þessa skoðun sína enda þótt honum væri bent á það — sem við vissum öll og hann líka — að þessi maður væri heimsmethafi í sinni íþróttagrein og ætti í fórum sínum nokkra verðlaunapeninga frá Ólympíuleikum fatlaðra. Hann æstist meir heldur en hitt og bætti við: „Hann vill einmitt meina okkur að spila fótbolta af því að hann getur ekkert spilað sjálfur!“
Mér er því alveg ljóst að það er ekki nema sjálfsagt að taka tillit til boltaáhugamanna og velja alltaf einhvern úr þeirra röðum sem íþróttamann ársins. Aðrir geta nefnilega ekkert í íþróttum og hafa ekki á þeim vit.
___
* Skilgreiningin á að stunda íþróttir er meðal annars sú að horfa á íþróttina í sjónvarpi eða gera sér jafnvel ferð á völlinn í góðu veðri.
** Það hafa nú heilar 3 konur fengið þennan titil svo það er furðulegt af þeim að vera eitthvað að kvarta.
Efnisorð: karlmenn, málefni fatlaðra
<< Home