Forsendurnar vitlausar og útkoman eftir því
Það eina sem er fyndið við kynþáttahatur er að kynþættir eru ekki til.
Mannfræðingar, líffræðingar og aðrir vísindamenn hafa fyrir löngu aflagt flokkunarkerfi sem tekið var upp fyrir næstum hundrað árum síðan og var á misskilningi byggt. Í grófum dráttum hljómaði það þannig að mannkynið skiptist í hvíta, svarta og gula menn og hefði hver „kynþáttur“ sína eðliseiginleika umfram litarhaftið. Eftir því sem leikar æstust bættust sífellt við fleiri „kynþættir“ og einhver var kominn á þá skoðun að þeir væru 64 alls. Nútíma DNA greiningar hafa sýnt fram á að við erum öll eins.
Þessvegna er heimskulegt að hafa andúð á fólki „af öðrum kynþætti“ eða vera sérstaklega stoltur „af eigin kynþætti“ og ber fyrst og fremst vitni um að viðkomandi viti ekki að allt upplýst fólk er hætt að tala um kynþætti.
Svo er annað mál að það er hægur vandi að kalla fólk, sem skilgreinir sig leynt og ljóst sem kynþáttahatara eða flaggar kynþáttahyggju sinni með öðrum hætti*, því ágæta og lýsandi nafni „rasisti“. Rasisti er þá einmitt sá sem aðhyllist gamaldags kenningar um að skipta fólki í flokka eftir litarhætti og gerir það fyrst og fremst til að geta fundið til yfirburða sinna (sem engir eru). Hann þarf ekki endilega að vera uppfullur af hatri og vilja drepa og meiða, heldur getur hann bara haft horn í síðu „svona fólks“ almennt en skipt um skoðun á einu og einu eintaki ef viðkomandi fellur honum í geð. Í bloggpistli Agnars talar hann einmitt um svoleiðis rasista:
Enda gera flestir sér grein fyrir við nánari viðkynningu að „Fólk er bara eins og annað fólk þegar þessi aðgreining er tekin út úr myndinni, getur verið gott eða slæmt, fyndið eða ófyndið, ástúðlegt sem önugt og með flesta sömu draumanna og áhugamálin og annað fólk heimsins.“
Til er fólk sem, þveröfugt við dæmið að ofan, myndar sér neikvæðar skoðanir á einhverjum af erlendum uppruna (ég held að ég haldi mig við orðalagið 'erlendur uppruni', ég nenni ekki þessu kynþáttakjaftæði) vegna þess að sá einstaklingur eða hópur hefur sýnt af sér einhverja þá hegðun sem viðkomandi líkar ekki. Dæmi um það er fólk sem búið hefur erlendis (segir ekki sú rasíska í Hveragerði það?) og hefur kynnst t.d. þeldökku fólki og eftir það hefur það sterkar neikvæðar skoðanir á öllum svörtum. Það er því ekki alltaf rétt samkvæmt orðanna hljóðan að segja að slíkt fólk hafi for-dóma, því það hefur kynnst málum af eigin raun og því ekki hægt að segja að það óttist eitthvað sem það ekki þekkir. En orðið fordómar er samt alveg ágætt og má alveg nota það til skiptis við rasisma og rasista. Það þarf ekki að vera með svo mikinn orðhengilshátt að það sé ekki hægt að nota orð sem við vitum að lýsa skoðunum fólks, hvernig sem þær eru tilkomnar.
Við tölum semsagt um fordóma og jafnvel þó við vitum að það eru ekki til kynþættir tölum við um kynþáttahyggju og kynþáttahatur (eða rasisma). Þessvegna leyfi ég mér að segja að andúð fólks á Pólverjum sé rasismi (Pólverjar eru auðvitað ekki sér kynþáttur, en það eru Asíubúar ekki heldur!) og andúð á gyðingum sé líka rasismi, rétt eins og andúð á múslimum. Það skiptir nefnilega engu máli hvernig rasistar skipta fólki upp, hvort það er í svarta og gula eða Pólverja og múslima, þetta er alltaf andúð á fólki sem auðvelt er fyrir rasistann að flokka í annan flokk en hann telur sjálfan sig vera í, hvort sem það er vegna uppruna, litarhafts, trúar eða menningarlegrar sérstöðu. Hann flakkar því gjarna á milli þess að hatast útí svarta og múslima, aðra vegna litarhafts, hina vegna trúarinnar. Miðað við gáfnafar rasista er reyndar líklegast að hann haldi að múslimar séu einn kynþátturinn enn.
___
* Það er sérkennileg og ógeðfelld hlið kynþáttahyggju sem birtist í því að líta svo á að fólk af ákveðnum kynþætti sé heppilegri bólfélagar en aðrir. Íslenskar konur hafa komið fram í fjölmiðlum og hreykt sér af þeirri skoðun sinni að þeldökkir karlmenn séu öðruvísi en hvítir. Eru notuð um það mörg orð og slett fram amerískum frösum sem eru á þá leið að ekki verði aftur snúið eftir að hafa sofið hjá svörtum. Þetta er ekkert skárra en þegar karlmenn sækjast í asískar konur umfram aðrar, enda þótt að rasisminn birtist ekki sem kynþáttahatur, heldur það að setja allt fólk af sama uppruna undir einn hatt og ætla því sömu eiginleika, hvort sem þeir eru neikvæðir eða jákvæðir (sem meint bólfimi á líklega að vera).
Viðbót, nokkrum mánuðum síðar: Illugi Jökulsson, einn stjórnlaganefndarmanna segir frá því að til standi að taka út orðið „kynþáttur“ úr jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þar sem er að finna upptalninguna á þeim atriðum sem sérstaklega er tekið fram að ekki megi verða tilefni mismununar. „Arfgerð“ komi í staðinn. Klausan verði þá svona: „Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Fyrir þessu færir Illugi sömu rök og ég hér fyrir ofan. (Baldur Kristjánsson, guðfræðingur, kemur svo reyndar með ágæta ábendingu til Illuga af þessu tilefni á sínu eigin bloggi.)
Mannfræðingar, líffræðingar og aðrir vísindamenn hafa fyrir löngu aflagt flokkunarkerfi sem tekið var upp fyrir næstum hundrað árum síðan og var á misskilningi byggt. Í grófum dráttum hljómaði það þannig að mannkynið skiptist í hvíta, svarta og gula menn og hefði hver „kynþáttur“ sína eðliseiginleika umfram litarhaftið. Eftir því sem leikar æstust bættust sífellt við fleiri „kynþættir“ og einhver var kominn á þá skoðun að þeir væru 64 alls. Nútíma DNA greiningar hafa sýnt fram á að við erum öll eins.
„Þrátt fyrir augljósa galla náði kynþáttahugtakið, og sérstaklega hin þríþætta flokkun í „svarta“, „hvíta“ og „gula“ kynþætti, sterkri fótfestu í hugum almennings og stjórnvalda. Þannig hefur hún haft og heldur áfram að hafa úrslitaáhrif á lífsgæði og afkomumöguleika einstaklinga um allan heim.“
„Í stuttu máli þýðir þetta að erfðafræðilegur munur á hópum manna er hvergi nógu mikill til að réttlæta það að líffræðingar mundu skipta slíkri tegund í undirtegundir eins og gert er með ýmsar aðrar tegundir.“ [s.s. hunda] „Niðurstaðan er þá sú að kynþáttahugtakið er ekki nothæft til að lýsa hópaskiptingu mannkyns.“
Þessvegna er heimskulegt að hafa andúð á fólki „af öðrum kynþætti“ eða vera sérstaklega stoltur „af eigin kynþætti“ og ber fyrst og fremst vitni um að viðkomandi viti ekki að allt upplýst fólk er hætt að tala um kynþætti.
Svo er annað mál að það er hægur vandi að kalla fólk, sem skilgreinir sig leynt og ljóst sem kynþáttahatara eða flaggar kynþáttahyggju sinni með öðrum hætti*, því ágæta og lýsandi nafni „rasisti“. Rasisti er þá einmitt sá sem aðhyllist gamaldags kenningar um að skipta fólki í flokka eftir litarhætti og gerir það fyrst og fremst til að geta fundið til yfirburða sinna (sem engir eru). Hann þarf ekki endilega að vera uppfullur af hatri og vilja drepa og meiða, heldur getur hann bara haft horn í síðu „svona fólks“ almennt en skipt um skoðun á einu og einu eintaki ef viðkomandi fellur honum í geð. Í bloggpistli Agnars talar hann einmitt um svoleiðis rasista:
„Samt hefur þetta alltaf verið svona, talað um niggara, tæjur, sandnegra og slíkt á meðal Íslendinga á kaffistofunum, í matsölum og svo hlegið dátt að brandara á þeirra kostnað. Yfirleitt hjá flestum er þetta í nösunum því þegar á reynir og „þetta fólk“ er tekið inn í fjölskylduna án þess að litarháttur, kynþáttur eða þjóðerni skipti máli.“
Enda gera flestir sér grein fyrir við nánari viðkynningu að „Fólk er bara eins og annað fólk þegar þessi aðgreining er tekin út úr myndinni, getur verið gott eða slæmt, fyndið eða ófyndið, ástúðlegt sem önugt og með flesta sömu draumanna og áhugamálin og annað fólk heimsins.“
Til er fólk sem, þveröfugt við dæmið að ofan, myndar sér neikvæðar skoðanir á einhverjum af erlendum uppruna (ég held að ég haldi mig við orðalagið 'erlendur uppruni', ég nenni ekki þessu kynþáttakjaftæði) vegna þess að sá einstaklingur eða hópur hefur sýnt af sér einhverja þá hegðun sem viðkomandi líkar ekki. Dæmi um það er fólk sem búið hefur erlendis (segir ekki sú rasíska í Hveragerði það?) og hefur kynnst t.d. þeldökku fólki og eftir það hefur það sterkar neikvæðar skoðanir á öllum svörtum. Það er því ekki alltaf rétt samkvæmt orðanna hljóðan að segja að slíkt fólk hafi for-dóma, því það hefur kynnst málum af eigin raun og því ekki hægt að segja að það óttist eitthvað sem það ekki þekkir. En orðið fordómar er samt alveg ágætt og má alveg nota það til skiptis við rasisma og rasista. Það þarf ekki að vera með svo mikinn orðhengilshátt að það sé ekki hægt að nota orð sem við vitum að lýsa skoðunum fólks, hvernig sem þær eru tilkomnar.
Við tölum semsagt um fordóma og jafnvel þó við vitum að það eru ekki til kynþættir tölum við um kynþáttahyggju og kynþáttahatur (eða rasisma). Þessvegna leyfi ég mér að segja að andúð fólks á Pólverjum sé rasismi (Pólverjar eru auðvitað ekki sér kynþáttur, en það eru Asíubúar ekki heldur!) og andúð á gyðingum sé líka rasismi, rétt eins og andúð á múslimum. Það skiptir nefnilega engu máli hvernig rasistar skipta fólki upp, hvort það er í svarta og gula eða Pólverja og múslima, þetta er alltaf andúð á fólki sem auðvelt er fyrir rasistann að flokka í annan flokk en hann telur sjálfan sig vera í, hvort sem það er vegna uppruna, litarhafts, trúar eða menningarlegrar sérstöðu. Hann flakkar því gjarna á milli þess að hatast útí svarta og múslima, aðra vegna litarhafts, hina vegna trúarinnar. Miðað við gáfnafar rasista er reyndar líklegast að hann haldi að múslimar séu einn kynþátturinn enn.
___
* Það er sérkennileg og ógeðfelld hlið kynþáttahyggju sem birtist í því að líta svo á að fólk af ákveðnum kynþætti sé heppilegri bólfélagar en aðrir. Íslenskar konur hafa komið fram í fjölmiðlum og hreykt sér af þeirri skoðun sinni að þeldökkir karlmenn séu öðruvísi en hvítir. Eru notuð um það mörg orð og slett fram amerískum frösum sem eru á þá leið að ekki verði aftur snúið eftir að hafa sofið hjá svörtum. Þetta er ekkert skárra en þegar karlmenn sækjast í asískar konur umfram aðrar, enda þótt að rasisminn birtist ekki sem kynþáttahatur, heldur það að setja allt fólk af sama uppruna undir einn hatt og ætla því sömu eiginleika, hvort sem þeir eru neikvæðir eða jákvæðir (sem meint bólfimi á líklega að vera).
Viðbót, nokkrum mánuðum síðar: Illugi Jökulsson, einn stjórnlaganefndarmanna segir frá því að til standi að taka út orðið „kynþáttur“ úr jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þar sem er að finna upptalninguna á þeim atriðum sem sérstaklega er tekið fram að ekki megi verða tilefni mismununar. „Arfgerð“ komi í staðinn. Klausan verði þá svona: „Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Fyrir þessu færir Illugi sömu rök og ég hér fyrir ofan. (Baldur Kristjánsson, guðfræðingur, kemur svo reyndar með ágæta ábendingu til Illuga af þessu tilefni á sínu eigin bloggi.)
Efnisorð: rasismi
<< Home