fimmtudagur, janúar 17, 2019

Óseðjandi hungur svifétandi stórhvela og hin mikla ógn sem stafar af hryðjuverkum umhverfisverndarsinna

Eftir að hafa lesið fréttir um skýrslu Hagfræðistofnunar og séð Kastljósþátt kvöldsins þar sem Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands mætti Oddgeiri Á Ottesen höfundi skýrslunnar sem er einnig varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hef ég tvær spurningar.

Hvernig rata hryðjuverk — og það hryðjuverk náttúruverndarsamtaka, svo algeng sem þau nú eru — yfirleitt inní skýrslu um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða?

Er öruggt að Hallur Hallsson hafi ekki skrifað skýrsluna að hluta eða öllu leyti?

Efnisorð: , , ,