miðvikudagur, nóvember 15, 2017

Sigurjón R. Ingvarsson

DV lagði gildru fyrir barnaperra og veiddu meðal annars einn dæmdan nauðgara og einn þáverandi skólabílstjóra.

Nú hefur skólabílstjórinn, sem heitir Sigurjón R. Ingvarsson, misst vinnuna fyrir vikið, spunnið upp það sem honum finnst trúleg saga og sendir DV sem opið bréf. Þar notar hann þá gamalkunnu afsökun að segjast sjálfur hafa verið að gera tilraun til að komast að „hvað gerist þegar svona lagað kemur upp á hjá fólki sem leiðist út í svona ógeðfelldan raunveruleika“. Altso barnaperra. Hann talar um geðræn vandamál svona manna í einu orðinu og talar um eigin þunglyndi í því næsta, en virðist ekkert átta sig á að hann er að lýsa sjálfum sér. Bréfið er í raun, fyrir utan lélegu undanbrögðin, einhverskonar hróp á hjálp (sé það þá einlæg ósk hans en ekki líka afneitun á eigin sjúkleika), en það er eitt einkenni barnaperra og barnaníðinga að þeim finnst fyrst ástæða til að leita sér hjálpar þegar komist hefur upp um þá. Ekki hafði Sigurjón leitað sér hjálpar eftir að hafa hitt 14 ára stelpu sem hann var að reyna að fá til fylgilags við sig, sem er eitt af því sem hann játar að hafa gert.

Eins og staðan er veit enginn hversu margar stelpur Sigurjón hefur hitt eða hvort eða hversu mikinn skaða hann hefur valdið þeim. Ljóst er þó að hann hefur ógeðfelldan áhuga á ungum stelpum, sextugur maðurinn.

En hvað um það. Í myndbandinu sem tekið var þegar Guðrún Ósk Guðjónsdóttir blaðamaður og Kristján Kormákur ritstjóri DV hittu Sigurjón R. Ingvarsson þáverandi skólabílstjóra, segir hann einnig fúslega frá því að hann kaupi vændi af tveimur konum (sem hann segir að séu báðar um þrítugt). Það er lögbrot að kaupa vændi. Sigurjón R. Ingvarsson hefur játað á sig kaup á vændi. Nú er lag fyrir lögguna að sækja kauða heim. Hann þarf greinilega að komast undir manna hendur.

Efnisorð: , , ,