föstudagur, október 20, 2017

Kosningaprófið

Vika til kosninga og ekki seinna vænna að gera upp hug sinn. Alltaf hallast ég til vinstri en til öryggis tók ég kosningaprófið 2017 á vef RÚV.

Niðurstöðurnar voru þær að „minn frambjóðandi“, það er að segja sá frambjóðandi sem hefur skoðananir líkastar mínum er Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Frambjóðandinn sem er með næstlíkustu skoðanirnar er Andrés Ingi Jónsson, sömuleiðis þingmaður VG, þar á eftir kemur Álfheiður Ingadóttir fyrrverandi þingmaður, þingflokksformaður og heilbrigðisráðherra, einnig úr VG. Það er ekki fyrr en í fjórða sæti sem Katrín Jakobsdóttir lendir, og liggur við að mér finnist að ég þurfi að strika yfir hana, svona úr því að við eigum svona litla samleið í pólitík.

Það tilkynnist hérmeð að ég mun kjósa flokkinn sem greinilega fellur mér best í geð.


Efnisorð: ,