fimmtudagur, október 12, 2017

Framabraut Sjálfstæðiskvenna

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins eru sem fyrr þéttsetnir körlum í efstu sætunum. Öllum að óvörum vék Brynjar Níelsson úr fyrsta sæti í sínu kjördæmi og lét Sigríði Á Andersen það eftir. Miðað við yfirlýsingar Brynjars um önnur mál sem gengu gegn sannfæringu hans má gera ráð fyrir að hann kyngi ælu fram að jólum hið minnsta.

Það er þó ekki svo að Sjálfstæðiskonum séu allar bjargir bannaðar þótt þær fái ekki brautargengi á framboðslistum, og nái aldrei að verða formenn í flokknum. Það er semsé hægt að hætta í Sjálfstæðisflokknum, ganga til liðs við næstum eins flokk, og grípa tækifærið þegar formaður þess flokks hefur komið sér í vandræði; láta þá kjósa sig sem formann.

Það er eina leiðin fyrir Sjálfstæðiskonu sem vill verða formaður.


Efnisorð: