fimmtudagur, september 14, 2017

Sjálfstæðisflokkurinn beitir stjórnsýslunni til að hylma yfir með föður forsætisráðherra sem „gerði lítið góðverk“ fyrir barnaníðing


Mér finnst endilega að Páll Magnússon eigi að fara aftur í pontu og endurtaka ræðuna frá í gær.

„Ég staðhæfði áðan að við gætum fagnað hrunlokum í efnahagslegu tilliti. Við höfum hins vegar ekki enn endurheimt hitt sem tapaðist í hruninu, traustið eða límið í samfélaginu. Þar höfum við verk að vinna hér í þessum sal. Byrjum á sjálfum okkur, eins og presturinn stakk upp á við þingsetninguna í gær. Hættum t.d. að væna hvert annað um að halda hlífiskildi yfir barnaníðingum eða að vilja ekki sýna börnum í hrakningum mannúð og samúð. Heldur einhver hér inni raunverulega að ég hafi meiri samúð með barnaníðingum en annað fólk af því að ég er Sjálfstæðismaður eða minni samúð með börnum sem eiga bágt af sömu ástæðu?“

Reyna svo að vera jafn reiður, já bara sárhneyslaður.

Efnisorð: