miðvikudagur, október 18, 2017

Engar herferðir hafa áhrif á dómstóla

Mitt í #églíka og í kjölfar margra mánaða af #höfum hátt fellir Héraðsdómur Suðurlands þann dóm að það sé í lagi að fletta ofurölvi konu klæðum og troða fingrum í kynfæri hennar. Það er samkvæmt dómnum hvorki nauðgun né áreitni. Það dugði ekki til að hafa vitni, ljósmynd eða dna; maðurinn fékk aðeins þriggja mánaða skilorðsbundin dóm fyrir „blygðunarsemisbrot með því að draga buxur konunnar niður um hana“.

Þessum fjarstæðukennda dómi hlýtur að verða áfrýjað til Hæstaréttar þar sem Ósvaldur Freyr Guðjónsson hlýtur að fá dóm fyrir kynferðisbrotið sem hann framdi gegn varnarlausri konu.

Eða nei, hvernig læt ég, Hæstiréttur staðfestir örugglega eins og venjulega að karlmenn mega gera hvað sem þeim sýnist við konur. Það má ekki breyta gamalli dómahefð, semsé að láta karlmenn alltaf njóta vafans.

Djöfuls helvíti.


Efnisorð: , , , ,